Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.
Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.
Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Foreldrajafnrétti
www.foreldrajafnrétti.is
Hafðu samband:
foreldrajafnretti@foreldrajafnretti.is
Sími:
419 6000
© Foreldrajafnrétti, allur réttur áskilinn
Amanda Sillars talar á alþjóðlegum degi karla - sem er í dag - um sjálfsvíg sem tengjast foreldraútilokun. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Okkur vantar vaska sveina eða sveinkur til að hjálpa okkur að bera rusl úr húsnæðinu okkar á morgun laugardag og/eða sunnudag. Hjálpsamir félagsmenn mega endilega hafa samband í skilaboðum eða í síma 4196000. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Í dag, sunnudaginn 12. nóvember 2023 er faðradagurinn ❤
Feður sem verða fyrir tengslarofi frá börnum sínum eru gríðarlega viðkvæmur hópur, brýnt er að þeir fái meiri stuðning en í boði er. Áhyggjuefni er hve mikil andleg áhrif tengslarofs hefur á heilsu þeirra og að það leiði marga þeirra að sjálfsvígshugsunum. Þeir finna verulega fyrir því að vera útilokaðir, og standa frammi fyrir hræðilegri spurningu: "Ef þú getur ekki verið faðir, hver er tilgangurinn?" Þeirra mál krefjast tafarlausrar athygli.
Ef þú vilt hjálpa okkur að vinna gegn þessu ástandi, styrktu okkur þá með því að smella á þennan link: foreldrajafnretti.is/styrkja/ eða upplýsingahnappinn að neðan. ... See MoreSee Less
Learn More
0 CommentsComment on Facebook
Í dag, á feðradaginn 12. nóvember 2023, birtum við aðsenda grein frá föður og verðandi afa sem skrifar um fegurðina og áskoranirnar við það að verða faðir. Til hamingju með daginn feður <3
"Og svo gerist það. Þú færð litla krílið þitt í fangið og líf þitt verður aldrei aftur eins. Hlutir sem skiptu miklu máli skipta allt í einu engu máli. Á svipstundu hefur allri forgangsröðun í tilveru þinni verið breytt og þessi nýja manneskja, barnið þitt, er í fyrstu tíu sætunum. Þú munt elska það af öllu hjarta, skilyrðislaust, og finna þörf fyrir að vernda það á allan mögulegan hátt." ... See MoreSee Less
Að verða pabbi - Foreldrajafnrétti
foreldrajafnretti.is
Hvað sem þú vilt verða, geimfari, ballet dansari, jöklaleiðsögumaður, hjúkka eða vörubílsstjóri, þá eru til ótal leiðir til að undirbúa þig fyrir það. En ekkert, ég endurtek; ek...4 CommentsComment on Facebook
Pabbi mamma afi amma þetta eru hlutverk sem eru öllu æðra❤️ Og mikil gjöf að fá lítið líf í fangið,sem treystir að öllu leyti á okkar kærleika og ást❤️ Innilega til hamingju allir feður þið eruð mikilvægir í stóru keðjunni okkar ❤️
Frábær grein
Já, dásamleg er náttúran sem sér manninum fyrir þeim sterku tilfinningum sem eru allur unaður þess að vera til, stýra bæði hugsun manns og gerðum.
Hefur aldrei verið og mun aldrei verða foreldrajafnretti á þessu bananalýđveldi
Þingnefnd í Bandaríkjunum ræðir hér gríðarlega slæm og varanleg sálræn og líkamleg áhrif á heilsu barna sem eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæraeftirlit þar í landi. Áhrifin eru þekkt, vísindin staðfesta þau, en í tilviki foreldraútilokunar er lítið gert eins og við þekkjum! ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Næstkomandi mánudag verður haldið málþing um hagi umgengnisforeldra. Til umræðu verður niðurstaða rannsóknar á högum þessa hóps. Í pallborðsumræðum verða bæði félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Gott er að skrá sig á síðu ráðuneytisins sem hér fylgir... ... See MoreSee Less
Morgunverðarfundur Velferðarvaktarinnar um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni
www.stjornarradid.is
Velferðarvaktin stendur fyrir morgunverðarfundi þann 9. október nk. um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar verða helstu niðurstöður nýlegrar rannsó...1 CommentComment on Facebook
Hvar er hægt að nálgast niðurstöðurnar?