logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

PASG 2019 – Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Amanda Sillars talar á alþjóðlegum degi karla - sem er í dag - um sjálfsvíg sem tengjast foreldraútilokun. ... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

2 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Okkur vantar vaska sveina eða sveinkur til að hjálpa okkur að bera rusl úr húsnæðinu okkar á morgun laugardag og/eða sunnudag. Hjálpsamir félagsmenn mega endilega hafa samband í skilaboðum eða í síma 4196000. ... See MoreSee Less

Okkur vantar vaska sveina eða sveinkur til að hjálpa okkur að bera rusl úr húsnæðinu okkar á morgun laugardag og/eða sunnudag. Hjálpsamir félagsmenn mega endilega hafa samband í skilaboðum eða í síma 4196000.
3 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Í dag, sunnudaginn 12. nóvember 2023 er faðradagurinn ❤
Feður sem verða fyrir tengslarofi frá börnum sínum eru gríðarlega viðkvæmur hópur, brýnt er að þeir fái meiri stuðning en í boði er. Áhyggjuefni er hve mikil andleg áhrif tengslarofs hefur á heilsu þeirra og að það leiði marga þeirra að sjálfsvígshugsunum. Þeir finna verulega fyrir því að vera útilokaðir, og standa frammi fyrir hræðilegri spurningu: "Ef þú getur ekki verið faðir, hver er tilgangurinn?" Þeirra mál krefjast tafarlausrar athygli.
Ef þú vilt hjálpa okkur að vinna gegn þessu ástandi, styrktu okkur þá með því að smella á þennan link: foreldrajafnretti.is/styrkja/ eða upplýsingahnappinn að neðan.
... See MoreSee Less

2 months ago
Foreldrajafnrétti

Þingnefnd í Bandaríkjunum ræðir hér gríðarlega slæm og varanleg sálræn og líkamleg áhrif á heilsu barna sem eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæraeftirlit þar í landi. Áhrifin eru þekkt, vísindin staðfesta þau, en í tilviki foreldraútilokunar er lítið gert eins og við þekkjum! ... See MoreSee Less

Load more