Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.
Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.
Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Foreldrajafnrétti
www.foreldrajafnrétti.is
Hafðu samband:
foreldrajafnretti@foreldrajafnretti.is
Sími:
419 6000
© Foreldrajafnrétti, allur réttur áskilinn
Við hvetjum ykkur eindregið til að lesa þennan áhrifamikla pistil eftir Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann fjallar um alvarlegar afleiðingar foreldraútilokunar, dóma Mannréttindadómstólsins sem varða málefnið, og þá brýnu þörf á umbótum í íslensku réttarkerfi.
Foreldraútilokun hefur djúpstæð áhrif á líf barna og foreldra og getur haft langvarandi neikvæðar afleiðingar. Í pistlinum er undirstrikað mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að vernda réttindi fjölskyldunnar og tryggja jafnræði foreldra.
Lesið pistilinn hér að neðan og deilið honum með þeim sem þið teljið að geti haft gagn af: ... See MoreSee Less
Foreldraútilokun og réttur til fjölskyldu | Juris Prudentia: Dr. jur. Davíð Þór Björgvinsson prófessor, lagadeild HA og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
uni.hi.is
Stjórnarmenn í félaginu Foreldrajafnrétti þau Sigga Sólan og Brjánn Jónsson, fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í ráðstefnu í Osló á vegum alþjóðsamtaka félaga um fore...1 CommentComment on Facebook
Merkilegt hvað enn er gengið út frá því að það séu einungis mæður að útiloka feður, hvernig væri að árétta að feður hrifsa börn af mæðrum án dóms og laga og útiloka þær frá börnunum. “Hafa sumir hópar femínista hafnað þessum kenningum sem reistum á gervivísindum. Horfa femínistar þá gjarnan á málið frá sjónarhóli móður sem útilokar föður til að vernda barnið fyrir ofbeldi af hans hendi, jafnvel þótt yfirvöld hafi komist að því að faðir sé talinn fullkomlega hæfur til að umgangast barnið og barninu stafi enginn hætta af honum, nema síður sé”
Orðið "foreldraútilokun" er loksins komið inn á orðasafn Árnastofnunar. Enn bíðum við þó eftir því að "foreldrajafnrétti" fái blessun Árnastofnunar. ... See MoreSee Less
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
bin.arnastofnun.is
Beygingarlýsingin er safn beygingardæma sem sýnir einstakar beygingarmyndir íslenskra orða.0 CommentsComment on Facebook
Fyrsta fréttabréf Foreldrajafnréttis er komið út með áherslu á fræðslu og stuðning við foreldra í erfiðum aðstæðum. Kynntu þér þátttöku okkar í Reykjavíkurmaraþoninu, ný fræðslumyndbönd og alþjóðlega ráðstefnu í Osló. Deildu áfram og láttu fleiri vita af þessu mikilvæga málefni! - ... See MoreSee Less
Fréttabréf Foreldrajafnréttis - Styddu hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu!
mailchi.mp
Starf Foreldrajafnréttis gengur meðal annars út á að bæta samskipti á milli foreldra, ekki síst í erfiðum aðstæðum. Í þessu fyrsta reglulega fréttabréfi okkar hefjum við vegferð bæ...0 CommentsComment on Facebook
Styrkið hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Maraþonið er mikilvæg tekjulind fyrir félagið. Styrkir renna í uppbyggingu á réttindaskrifstofu og þjónustu við foreldra og börn sem búa við foreldraútilokun. Einnig í fræðslustarf fyrir almenning og fagfólk um þetta alvarlega lýðheilsuvandamál. Öll upphæðin kemur til frádráttar tekjuskattsstofni þess sem styrkir sem þýðir að sá sem styrkir um 10 þúsund getur lækkað skatta sína um ca 4 þúsund og nettó kostnaður við styrkinn því aðeins um 6 þúsund <3 ... See MoreSee Less
Sigríður Guðlaugsdóttir
www.rmi.is
Hleypur fyrir Foreldrajafnrétti3 CommentsComment on Facebook
Frábært framlag kæra frænka.💕
Foreldra jafnrétti það er ekki í gangi á Íslandi....
Foreldrajafnrétti? Er það eitthvað oná brauð?
Styrkið hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Maraþonið er mikilvæg tekjulind fyrir félagið. Styrkir renna í uppbyggingu á réttindaskrifstofu og þjónustu við foreldra og börn sem búa við foreldraútilokun. Einnig í fræðslustarf fyrir almenning og fagfólk um þetta alvarlega lýðheilsuvandamál. Skattaafsláttur fæst á móti styknum, þannig fæst t.d. ca 2.250 skattaafsláttur ef styrkt er um 5.000 krónur og kostnaðurinn því aðeins 3.750 <3 ... See MoreSee Less
Nataliia Dubrovka
www.rmi.is
Hleypur fyrir Foreldrajafnrétti2 CommentsComment on Facebook
Áfram Ísland
Ath útreikninginn. 5000 - 2250= 2750
Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur - Vísir ... See MoreSee Less
Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur - Vísir
www.visir.is
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað.1 CommentComment on Facebook
Mjög góð og athyglisverð grein. Foreldraútilokun þarf mun meiri umfjöllun í samfélaginu svo það foreldri sem beiti útilokun átti sig á ofbeldinnu sem það er að beita börnin með framferði sínu.