PASG 2019 – Amy J. L. Baker Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningarramma sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.
PASG 2019 – Ben Burgess Samkvæmt Ben Burgess sálfræðingi er hegðun kúgandi þegar hún virðist rökrétt og gagnleg við fyrstu sýn en hefur þó þann eina tilgang að rugla og refsa þolanda hennar. Hún gerir mál tengd foreldraútilokun meira krefjandi þar sem hún birtist í formi ásakana um ofbeldi eða þannig að útilokunarforeldrið nær að véla fagaðila á sitt band.
PASG 2019 – William Bernet Samkvæmt William Bernet, MD, er foreldraútilokun víðfemt vandamál sem bregðast þarf við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þarf að viðurkenna að hún eigi sér stað, fagfólk þarf að þjálfa í að bera kennsl á hana svo hægt sé að grípa fyrr inn í og fjölskyldumiðlun þarf að vera í boði fyrir fjölskyldur í kjölfar skilnaðar.
PASG 2019 – Jennifer J. Harmann Jennifer J. Harmann, prófessor í félagssálfræði, fjallar um nýjustu rannsókn sína á útsettum foreldrum og áhrifum útilokunar. Foreldraútilokun hefur neikvæð áhrif á andlega heilsu útsettra foreldra og getur haft langtímaáhrif á andlegan þroska þeirra barna sem búa lengi við andlegt ofbeldi sem fylgir útilokun. Það er því mikilvægt að gripið sé fljótt inn í slík mál.