logo

2021-09-09 | PASG Brussels | Marie-France Carlier

Marie-France Carlier er dómari við fjölskyldu- og ungmennadómstól í Namur í Belgíu.
Hún sá þörf fyrir skjótari og skilvirkari viðbrögð frá réttarkerfinu þegar kemur að skilnaðarmálum og bjó til Samkomulagslíkanið (Parental Consensus Model) sem miðar að því að koma í veg fyrir að tengslin milli barna og foreldra þeirra rofni í kjölfar aðskilnaðar.

Að sögn Carlier gegnir dómarinn gegnir virkilega mikilvægu hlutverki í því að viðhalda tengslunum, fjölskyldutengslunum eftir skilnað. Vandamálið felst í rofnu tengslunum. Þetta er vandamál fyrir börnin vegna þess að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt barna til að umgangast báða foreldra sína. Við viljum báða foreldrana fyrir börnin, þannig að við þurfum ekki að útskúfa annað foreldrið, og því þarf að vinna með báðum foreldrunum. Sumir foreldrar hugsa með sér þegar þeir hafa misst barnið sitt að það sé vegna lögmannsins þeirra, vegna dómarans, vegna dómstólsins o.s.fr.v, en þeir telja að það sé ekki lausnin á því að viðhalda tengslunum að leita til dómara. Dómarinn getur hjálpað mikið.

Carlier bendir á að það þarf að vinna með öllum; með lögmanninum, með málamiðlaranum, með talsmanni ungmennisins, o.s.frv. Í kringum þetta bjó Carlier til Samkomulagslíkanið og hefur unnið með það í alls tíu ár. Með Samkomulagslíkaninu veitir Carlier einungis sérfræðilega ráðgjöf, þar sem unnið er með erfiðleikana sem eru til staðar. Ef faðirinn og móðirin geta ekki talað saman spyr Carlier: Hvernig ætlið þið að taka ákvarðanir saman? Þannig er unnið fyrst í deilunni.

Haldin er svokölluð tjáskiptavinnustofa fyrir fráskilda foreldra: námskeið þar sem foreldrarnir læra að tala saman. Stuðst er við mörg tæki: ofangreint námskeið og marga málamiðlara. Carlier bendir á að foreldrar verða hreinkega að kunna að tala saman, og sýna krökkunum sínum að þau séu kurteis, t.d með því að segja : „halló, hvernig hefur þú það?‟ og „bara bærilegt”. Foreldrarnir þurfa að velja skóla fyrir barnið, taka ákvörðun um trúaruppeldi og ýmislegt fleira. Heilsufarslegu ákvarðanirnar eru einnig mjög mikilvægar, stundum bráðliggur á að taka þær og foreldrarnir hafa ekki alltaf tíma til að skiptast á tölvupóstum til að taka ákvörðun.

Með líkaninu er unnið mikið með tjáskiptin, því að eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu er sameiginlegt forræði, þannig að foreldrarnir þurfa bæði að taka allar stóru ákvarðanirnar saman. Þau koma líka með börnin í sáttamiðlunina. Og ef tengslin hafa rofnað fara þau strax í sérfræðiráðgjöf í fyrsta réttarhaldinu .Fyrsta réttarhaldið er það mikilvægasta.

Í Belgíu hefur verið starfandi fjölskyldudómstóli frá því í september 2013, og þar eru tafirnar mjög stuttar: einungis 15 daga bið er eftir réttarhaldi í dómstólnum. Báðir foreldrarnir þurfa að vera þar og varnaraðilinn mætir ekki er samt hægt að taka ákvörðun í málinu.

Að sögn Carlier felst besta lausnin felst í sáttamiðlun. Um leið og foreldrarnir hafa tekið ákvörðun með sáttamiðlun geta þau komið fyrir réttinn og þá eru þau komin með samkomulag, þannig að ef annað þeirra virðir það ekki sætir það refsingu.

Carlier telur að hægt sé að stöðva þetta allveg með hjálp lögmannsins, með öllum hópnum. Ekki ein, heldur með öllum hópnum. Hún telur að margir dómarar geri sér grein fyrir þessu. og vonast eftir að sjá breytingar á Evrópuþinginu og á evrópskum vettvangi. Fólk sem kemur fyrir réttinn á ekki að þurfa ekki að fara þá leið, heldur gætu þau valið sáttamiðlara. Best er ef foreldrarnir eru virkilega hæfir, vilja tala saman og þurfa því ekki að koma fyrir réttinn.

Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra

Untitled

Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email