logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Pedro Raposo de Figueiredo | The Judicial Application of Shared Parenting

Pedro Raposo de Figueiredo

Pedro Raposo de Figueiredo, dómari frá Portúgal, ræðir áhrif 9. greinar Barnasáttmálans á málefni þar sem foreldrar deila um forsjá í háum átökum og foreldraútilokun. Hann útskýrir hvernig lögum er beitt þegar einstæð forsjá er veitt án þess að brotið sé á skyldum foreldris. Pedro hefur starfað sem dómari í fjölskyldu- og barnarétti í 22 ár og er nú þjálfari við Miðstöð dómsmálarannsókna.

2023-08-19 | ICSP Athens | Dana Laquidara | An Alienated Daughter’s Memoirs

Dana Laquidara

Dana Laquidara, rithöfundur og fyrirlesari, ræðir nýjustu bók sína, „You Know Who – An Alienated Daughter’s Memoir“, í viðtali. Bókin fjallar um æskuöld Dana, sem byrjaði á skilnaði foreldra hennar og fullkominni útilokun móður hennar úr lífi hennar. Dana, sem varð fyrir áfalli en hrædd við að ögra föður sínum, barðist gegn því að móður hennar var eytt úr minningum hennar, þar til hún endurheimti sambandið.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
1 month ago
Foreldrajafnrétti

Í dag 16. júní er feðradagurinn í flestum löndum heimsins. Næst fjölmennasti dagurinn er 19. mars (8 lönd) og svo 10. nóvember (Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Eistland, alls 5 lönd). Feðradagar er hátíðisdagar fyrir flesta en mjög erfiðir fyrir útilokaða feður. Hér fjallar Ben Hine um nýlega rannsókn sína á högum útilokaðra feðra.
Finna má frekari upplýsingar um rannsókn Ben Hine hér: foreldrajafnretti.is/myndband/2023-08-20-icsp-athens-ben-hines-new-research-findings-on-divorced-...
... See MoreSee Less

2 months ago
Foreldrajafnrétti

Mæðradagurinn er í dag 12. maí. Foreldrajafnrétti óskar öllum mæðrum til hamingju með daginn. Hugur okkur er sérstaklega hjá þeim mæðrum sem eru útilokaðar frá börnum sínum. Börn velja ekki að útiloka foreldri sitt. Það er hitt foreldrið, oft persónuleikaraskað sem eitrar þannig fyrir barninu. Mörg börn sjá í gegnum það á endanum. Hér er saga barns sem var útilokuð frá móður sinni! ... See MoreSee Less

3 months ago
Foreldrajafnrétti

Tveir BA nemendur í Félagsfræði auglýsa eftir foreldrum sem gengið hafa í gegnum ferlið hjá sýslumanni án sáttar og endað í dómsmáli. Um er að ræða eigindlega (viðtals) rannsókn. Við hvetjum alla sem eru reiðubúnir að tjá sig um þessi mál að hafa samband við þessa nemendur. ... See MoreSee Less

Tveir BA nemendur í Félagsfræði auglýsa eftir foreldrum sem gengið hafa í gegnum ferlið hjá sýslumanni án sáttar og endað í dómsmáli. Um er að ræða eigindlega (viðtals) rannsókn. Við hvetjum alla sem eru reiðubúnir að tjá sig um þessi mál að hafa samband við þessa nemendur.

5 CommentsComment on Facebook

Sumt fólk hefur líka gefist upp eftir barnavernd sem vísar á sýslufulltrúa, sem vísar hvert ? En það veitir svo sannarlega ekki af að rannsaka þessi mál, þau eru mörg og þau eru ljót, ekki síst fyrir börnin sem er meinað að umgangast bæði foreldra sína 😪

Gott að vita til þess að verið sé að skoða svona mál, þau eru virkilega skoðunarverð.

Áhugavert.

Áhugavert 😘

Þarft framtak

View more comments

3 months ago
Foreldrajafnrétti

25. apríl er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Það er brýnt að varpa ljósi á þann hræðilega veruleika þegar hugur barna er mótaður gegn foreldri sínu. Foreldraútilokun, þar sem barn hafnar eða óttast annað foreldri sitt án réttmætra ástæðna, er tilfinningaleg misnotkun sem hefur varanleg áhrif á börn og fjölskyldur þeirra. Sameinumst um að vekja athygli og andmæla þessum eyðileggjandi krafti sem sundrar fjölskyldum. Saman getum við stuðlað að heilbrigðari og hamingjusamari samböndum fyrir öll börn <3 ... See MoreSee Less

7 CommentsComment on Facebook

Það er skelfilegt að lenda í þessu sem barn, mótar mann illa og tekur langan tíma að vinna úr afbakaðari hugsun sem var innrætt í mann Þetta klipp er lýsandi fyrir falda ofbeldinu, ekki eru það einungis foreldrar sem beita börnunum þessu, ömmur og afar eru líka gerendur í sumum tilfellum að stýra foreldrunum á móti hvort öðru Hreint útsagt lifandi helvíti að alast upp við og enn verra að horfa uppá börnin sín verða fyrir því sama og maður sjálfur lenti í Það léttir á sál að sjá vitundavakningu með þessi mál ❤️

Foreldraútilokun er glæpur gegn barninu

Því miður er þessi mynd lýsandi dæmi sem mörg börn lenda í .

Þessi hegðun er örugglega sorglega algeng.

Þetta er viðbjóður

Lævíslegt andlegt ofbeldi. Vel gert myndband.

Tilfinningalegt ofbeldi

View more comments

4 months ago
Foreldrajafnrétti

Foreldrajafnrétti er stoltur þátttakandi í næstu alþjóðlegu ráðstefnu PASG um foreldraútilokun sem haldin verður í Osló 4-6. september 2024. Deilið endilega með fagaðilum og öðrum sem vinna að málum þar sem börn missa tengsl við foreldri í kjölfar skilnaða. Skráning fer fram á síðu www.pasg.no.We are excited to share news about the next International Conference on Parental Alienation, hosted by PASG (Parental Alienation Study Group) in Norway. Save the date: September 4-9 in Oslo, Norway. Join a global network of specialists and engage in vital conversations about this important topic. Early bird spots are available at www.pasg.no before May 1st. ... See MoreSee Less

Foreldrajafnrétti er stoltur þátttakandi í næstu alþjóðlegu ráðstefnu PASG um foreldraútilokun sem haldin verður í Osló 4-6. september 2024. Deilið endilega með fagaðilum og öðrum sem vinna að málum þar sem börn missa tengsl við foreldri í kjölfar skilnaða. Skráning fer fram á síðu www.pasg.no.
Load more