logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Marie-France Carlier

Marie-France Carlier

Marie-France Carlier er dómari við fjölskyldu- og ungmennadómstól í Namur í Belgíu. Hún bjó til Samkomulagslíkanið (Parental Consensus Model) sem miðar að því að koma í veg fyrir að tengslin á milli barna og foreldra þeirra rofni í kjölfar aðskilnaðar. Með Samkomulagslíkaninu veitir Carlier einungis sérfræðilega ráðgjöf, þar sem unnið er með erfiðleikana sem eru til staðar.

2023-08-19 | ICSP Athens | Karolina Andriakopoulou | Child Abductions

Karolina Andriakopoulou

Karolina Andriakopoulou, lögfræðingur við fjölskyldurétt í Aþenu, fjallar um alþjóðleg barnsránsmál sem eru tíð í hennar starfi. Hún lýsir flóknum málum þar sem foreldrar frá ólíkum menningarheimum skilja og togast um forsjá barna. Andriakopoulou bendir á að börn sem flutt eru ólöglega til eða frá Grikklandi endurheimtast sjaldan, sem hefur djúpstæð áhrif á þau, þar á meðal áfallastreituröskun. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um réttarkerfið og afleiðingar barnsrána.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Amanda Sillars talar á alþjóðlegum degi karla - sem er í dag - um sjálfsvíg sem tengjast foreldraútilokun. ... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

2 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Okkur vantar vaska sveina eða sveinkur til að hjálpa okkur að bera rusl úr húsnæðinu okkar á morgun laugardag og/eða sunnudag. Hjálpsamir félagsmenn mega endilega hafa samband í skilaboðum eða í síma 4196000. ... See MoreSee Less

Okkur vantar vaska sveina eða sveinkur til að hjálpa okkur að bera rusl úr húsnæðinu okkar á morgun laugardag og/eða sunnudag. Hjálpsamir félagsmenn mega endilega hafa samband í skilaboðum eða í síma 4196000.
3 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Í dag, sunnudaginn 12. nóvember 2023 er faðradagurinn ❤
Feður sem verða fyrir tengslarofi frá börnum sínum eru gríðarlega viðkvæmur hópur, brýnt er að þeir fái meiri stuðning en í boði er. Áhyggjuefni er hve mikil andleg áhrif tengslarofs hefur á heilsu þeirra og að það leiði marga þeirra að sjálfsvígshugsunum. Þeir finna verulega fyrir því að vera útilokaðir, og standa frammi fyrir hræðilegri spurningu: "Ef þú getur ekki verið faðir, hver er tilgangurinn?" Þeirra mál krefjast tafarlausrar athygli.
Ef þú vilt hjálpa okkur að vinna gegn þessu ástandi, styrktu okkur þá með því að smella á þennan link: foreldrajafnretti.is/styrkja/ eða upplýsingahnappinn að neðan.
... See MoreSee Less

2 months ago
Foreldrajafnrétti

Þingnefnd í Bandaríkjunum ræðir hér gríðarlega slæm og varanleg sálræn og líkamleg áhrif á heilsu barna sem eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæraeftirlit þar í landi. Áhrifin eru þekkt, vísindin staðfesta þau, en í tilviki foreldraútilokunar er lítið gert eins og við þekkjum! ... See MoreSee Less

Load more