Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.
Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.
Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat.
Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.
Foreldrajafnrétti
www.foreldrajafnrétti.is
Hafðu samband:
foreldrajafnretti@foreldrajafnretti.is
Sími:
419 6000
© Foreldrajafnrétti, allur réttur áskilinn
Tengslarof í kjölfar skilnaða – Hvað er hægt að gera? Foreldrajafnrétti býður upp á fræðslunámskeið um orsakir og afleiðingar foreldraútilokunar. Hvernig er hægt að bæta samskipti við fráhverft eða útilokandi barn? Ýmis verkfæri eru kynnt sem hjálpa fólki að forðast algeng mistök.
Tvenns konar námskeið eru í boði og eru þau haldin í húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur:
18. janúar 2025
8. febrúar 2025
8. mars 2025
5. apríl 2025
10. maí 2025
**Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði **
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu félagsins. ... See MoreSee Less
Námskeið - Foreldrajafnrétti
foreldrajafnretti.is
Foreldrajafnrétti býður upp á fræðslunámskeið um foreldraútilokun og afleiðingar tengslaskerðingar eða tengslarofs í kjölfar átakaskilnaða fyrir börn og0 CommentsComment on Facebook
Jólin eru hátið barnanna.
Virðum umgengnisrétt barna um hátíðarna..
Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi gegn barni. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Jólin eru hátið barnanna.
Virðum umgengnisrétt barna um hátíðarna..
Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi gegn barni. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Jólin eru hátið barnanna.
Virðum umgengnisrétt barna um hátíðarna..
Foreldraútilokun er alvarlegt ofbeldi gegn barni. ... See MoreSee Less
0 CommentsComment on Facebook
Nýtt fréttabréf Foreldrajafnréttis er komið út: mailchi.mp/foreldrajafnretti/frettabref-2024-11
Í þessu fréttabréfi fjöllum við um úrelt barnalög og ósanngjarnt meðlagskerfi. Myndin sýnir hvernig framfærslu foreldra sem eru með sömu meðallaun skv. Hagstou íslands er breytt með íslenska meðalgskerfinu. Í dæminu eru foreldrar tveggja barna (annað yngra en 7 ára), bæði með meðaltekjur, jafna umgengni og kosta því bæði jafn miklu til húsnæðis og framfærslu. Þrátt fyrir jafnar ráðstöfunartekjur launa fær lögheimilisforeldrið 2/3 af samanlögðum ráðstöfunartekjum og umgengnisforeldrið 1/3. Umgengisforeldrið afhendir hinu foreldrinu umtalsverðan hluta framfærslu sinnar og fær engar barnabætur frá hinu opinbera. Svona kerfi þekkist ekki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Komið og ræðið málið með okkur á Fundi fólksins 29. nóvember n.k. í Hörpu. Sjá nánar í fréttabréfinu. ... See MoreSee Less
Learn More
Fréttabréf Foreldrajafnréttis (Nóvember 2024) - Úrelt barnalög og ný meðlagsreiknivél.
mailchi.mp
Foreldrajafnrétti hefur síðustu ár lagt áherslu á umbætur á barnalögum og meðlagskerfi sem snerta forsjá, lögheimili og skipta búsetu. Félagið hefur beitt sér fyrir rannsókn á stöð...0 CommentsComment on Facebook
Gleðilegan feðradag, elsku pabbi minn ❤️
Ég sit hér með litla strákinn minn sofandi í fanginu, og hjartað mitt fyllist af ólýsanlegri ást og von. Ég vona svo innilega að hann þurfi aldrei að upplifa sársaukann við að missa tengsl við foreldri sitt eða barn.
Ég hugsa oft til fáu en dýrmætu stundanna sem ég átti með pabba mínum. Hlátur hans fyllti herbergið, og augun ljómuðu af hlýju þegar hann horfði á mig. Hann kenndi mér að hjóla, hélt í mig þar til ég fann jafnvægið og sleppti svo varlega. Þessar minningar geymi ég í hjarta mínu.
Hann hvarf allt of snemma úr lífi mínu, og ég var of ung til að skilja af hverju. Árin liðu, tómarúmið stækkaði, og nú sit ég uppi með fullt af ósvöruðum spurningum—spurningum sem ég fékk aldrei að spyrja hann, því aðstæður sem ég réði ekki við skildu okkur að. Ég hugsa oft um það sem ég missti af, allar stundirnar sem við fengum ekki.
Þegar ég horfi á son minn, skil ég enn betur hversu mikilvægt það er að börn hafi báða foreldra sína í lífi sínu. Ég vil að hann viti að hann getur alltaf treyst á ást og umhyggju frá okkur báðum. Það er þessi von sem drífur mig áfram til að skrifa þetta.
Enginn ætti að þurfa að upplifa sársaukann sem fylgir því að vera sviptur ást og umhyggju foreldris. Ég vona að saga mín minni okkur á hversu mikilvægt jafnvægið er í foreldrahlutverkinu, svo börnin okkar geti alist upp við bestu mögulegu aðstæður.
Gleðilegan feðradag, pabbi. Þó að þú sért ekki lengur hér með mér, þá lifir minningin um þig í hjarta mínu. Ég mun gera mitt besta til að sonur minn fái að upplifa það sem við misstum af.
Þín dóttir ❤️ ... See MoreSee Less
4 CommentsComment on Facebook
Gleðilegann feðradag allir pabbar
Fallegt ❤️
Mín er 17ára, við höfum ekki haft aðgang að hvort öðru í 14ár , sýslumaður segir barnasáttmálan bara vera almenn tilmæli.
Falleg skrif þín ❤️