logo

2023-08-19 | ICSP Athens | Sandra Inês Feitor | The Children’s Hearing in Light of ECHR Jurisprudence

Sandra Inês Feitor, lögfræðingur og PhD á Portúgal, fjallar um vandamál sem hún mætir í portúgölskum dómstólum, þar sem gerendur heimilisofbeldis misnota stundum kenningu um foreldraútilokun til að hylma yfir ofbeldi sitt. Hún bendir á að fjölskyldudómstólar taki ekki alltaf tillit til dóma í afbrotamálum sem greina á milli foreldraútilokunar og heimilisofbeldis. Sandra leggur áherslu á mikilvægi margþættrar nálgunar og dýpri skilnings á þessum málum innan réttarkerfisins.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2020-07-01 | Parental Alienation UK | Erin Pizzey

Erin Pizzey discussing Parental Alienation

Erin Pizzey stofnandi fyrsta athvarfs fyrir þolendur heimilisofbeldis ræðir hér um foreldraútilokun og þær hörmulegu afleiðingar sem slík átök á milli foreldra hafa á börn. Hún leggur áherslu á að setja þarfir barna í forgang og hversu brýnt það er að vernda börn og velferð þeirra með því að takast á við foreldraútilokunarmál, sem hún telur vera orðin það algeng að skilgreina megi þau sem faraldur.

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

2023-08-20 | ICSP Athens | Edward Kruk | Grandparent Alienation: The Primal Wound

Edward Kruk

Edward Kruk, MSW, PhD ræddi nýjustu rannsóknir sínar á útilokun afa og ömmu á alþjóðlegri ráðstefnu ICSP um sameiginlega forsjá í Aþenu í maí 2023. Hann lýsti hvernig sumar ömmur og afar missa tengsl við barnabörn sín vegna fjölskyldudeilna. Edward talaði um alvarlegar tilfinningalegar og félagslegar afleiðingar þessara aðstæðna og áhersluna á að veita viðeigandi stuðning og fræðslu til að takast á við sorg og einangrun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email