logo

2021-09-09 | PASG Brussels | Silvia Danowski-Reetz

Silvia Danowski-Reetz sálfræðingur og Alexander Erbarth dómari bjuggu til Greiz líkanið, sem byggir á skammtíma inngripi af hálfu dómsins, byggt á samstarfi. Hugmyndin gengur út að að dómari annaðhvort telur foreldrana (sem eiga í deilum) á að taka þátt í vinnunni eða skipar þeim að gera það. Foreldrarnir funda þvínæst með Sylvíu og ef það gengur ekki er farið aftur fyrir réttinn og vinnan unnin í réttarhaldi með dómaranum.

Sylvia segir aðalatriðið að halda hættunni frá börnunum og koma í veg fyrir sálrænu áhrifin á barnið til langs tíma, enda sé það sálrænt ofbeldi að draga barn inn í erjur vegna skilnaðar við hitt foreldrið. Hún segir flesta foreldra ekki átta sig ekki á þessu. Sumir bregðast strax vel við fræðslu, aðrir þurfa meira tiltal. Sumir neita að ræða málin við Sylvíu og þá þarf að ræða málin fyrir rétti, ásamt Sylvíu og dómaranum. Ef það dugir ekki, þá þarf dómari að taka ákvörðun um forsjána eða einhvers konar bráðabirgðalausn.

Sylvia bendir á að stundum þarf meiri þrýsting til að foreldrarnir stígi inn og átti sig á því sem þau eru að gera og breyti hegðun sinni. Einnig þarf að tala um möguleikann á að barnið sé tekið úr fjölskyldunni en það fer eftir ýmsu, vegna þess að ef annað foreldrið útilokar af mikilli hörku þá er alltaf hætta á að það foreldri fari í burtu, taki barnið og flýi með það.
Sylvia segir þetta vera eins og íhlutun og ekki alls kostar frjálst val. Flestir foreldrarnir samþykkja að gera þetta en það getur reynst erfiðara að koma þeim í þessa vinnu þegar það þarf að þvinga báða foreldrana, eða annað hvort þeirra.

Markmiðið með samvinnunni að sögn Sylvíu er að stöðva hvers konar ofbeldi gegn barninu og koma á umgengni að nýju. Samþykki foreldra, samkomulag milli foreldra næst í 98% tilvika. Sylvía bendir á að foreldrarnir þurfi að skilja hvað þau eru að gera barninu og færa fókusinn aftur yfir á barnið. Hún fer yfir þetta með foreldrunum og athugar hvort þau geti þetta eða ekki.

Sylvía segist ekki enn hafa getað breytt neinum dómara. Þegar hún fari á fund dómara sem sérfræðingur sé það mjög erfitt, vegna þess að dómarar vilja yfirleitt vera stjórnendur í málum, þeir eru með sínar eigin hugmyndir og vilja ekki láta aðra leiða sig. Þess vegna er erfitt að finna dómara sem fara í raun í lausnavinnuna.

Ef barn er ekki að umgangast annaðhvort foreldri sitt þá sér Sylvía um að koma á umgengni. Hún fær þá barnið til að samþykkja að mæta á einn fund með foreldri sínu og síðan er þeim samskiptum haldið opnum. Þegar Sylvia fer og hittir börnin tekur hún einn tíma í einu og er ekki með neina stranga áætlun. Hún bendir á að ólíkar aðferðir henta ólíku fólki og að foreldrarnir þurfa að vera við borðið með henni: það hjálpi þeim líka þegar uppi er staðið.

Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Jorge Guerra González

Jorge Guerra González

Í þessu viðtali ræðir Dr. Jorge Guerra González, lögfræðingur og sáttamiðlari, um hvernig foreldraútilokun þróast og hvernig hægt sé að brjóta vítahringinn með því að auka jafnræði foreldra og skýra muninn á orðum, vilja og velferð barnsins. Hann talar um að fjölskyldudómstólar séu ekki alltaf best til þess fallnir að takast á við fjölskylduvandamál og leggur til sáttamiðlun sem lausn.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email