logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

Foreldraútilokun hefur áhrif á börn á öllum aldri og á fjölskyldur út um allan heim. Hún á sér stað í því umhverfi sem myndast eftir skilnað og hefur verið til áratugum saman. Samkvæmt Karen Woodall, geðlækni sem hefur mikla reynslu af kynslóðaskiptum áföllum og foreldraútilokun, hefur árum saman verið tilhneiging til að líta framhjá rödd barna þegar þau tjá sig um hvaða áhrif aðskilnaður fjölskyldu þeirra hefur á þau.

Þau áhrif geta verið slæm og langvarandi og sjást oft ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Þá eiga einstaklingarnir erfitt með sambönd, eru með brotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust eða upplifa sig ekki sem heila og gilda einstaklinga.

Samkvæmt Woodall getur foreldraútilokun og áföll erfst milli kynslóða en börn sem alast upp við útilokandi hegðun og klessutengsl eiga það til að tileinka sér svipað hegðunarmynstur á fullorðinsaldri og eru því útsett fyrir að verða sjálf útilokaðir foreldrar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Brian O’Sullivan

PASG 2021 - Brian O'Sullivan

Brian O’Sullivan, viðurkenndur fjölskyldusálmeðferðarfræðingur stýrði einu rannsókninni sem gerð hefur verið á foreldraútilokun á Írlandi og hefur búið til líkan sem miðar að því að leiða útilokuð börn og foreldra saman á ný. Hann telur að þjálfun og menntun fagfólks á sviði félags-, dóms- og geðheilbrigðismála skipti höfuðmáli í útilokunarmálum.

2023-08-19 | ICSP Athens | Sandra Inês Feitor | The Children’s Hearing in Light of ECHR Jurisprudence

Sandra Inês Feitor

Sandra Inês Feitor, lögfræðingur og PhD á Portúgal, fjallar um vandamál sem hún mætir í portúgölskum dómstólum, þar sem gerendur heimilisofbeldis misnota stundum kenningu um foreldraútilokun til að hylma yfir ofbeldi sitt. Hún bendir á að fjölskyldudómstólar taki ekki alltaf tillit til dóma í afbrotamálum sem greina á milli foreldraútilokunar og heimilisofbeldis. Sandra leggur áherslu á mikilvægi margþættrar nálgunar og dýpri skilnings á þessum málum innan réttarkerfisins.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email