logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Nick Woodall

Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, getur barn sem elst upp við foreldraútilokun  upplifað sig knúið til að hafna öðru foreldrinu vegna þrýstings frá hinu en við það er hætta á að barnið kljúfi sjálf sitt og upplifi í kjölfarið heiminn sem svartan og hvítan.

Þá er annað foreldrið holdgervingur alls sem er gott og hitt alls sem er slæmt,  en í raun er barnið að varpa sundruðu sjálfi sínu yfir á foreldrana. Slíkur klofningur getur  verið til staðar fram á fullorðinsár ef barnið fær ekki viðeigandi sálfræðimeðferð, og hefur þá áhrif á sjálfsmynd barna og sambönd þeirra við aðra.

Að mati Woodall þarf því að skoða útilokun sem barnaverndarmál en ekki sem forsjár- eða umgengnismál því í raun sé útilokun ofbeldi gegn börnum miðað við langvarandi afleiðingar þess. Ef ekkert er gert er hætta á að næsta kynslóð erfi áfall barnsins með tilheyrandi neikvæðum áhrifum.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Amy J. L. Baker

PASG 2019 – Amy J. L. Baker

Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningartól sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email