logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Dana Laquidara | An Alienated Daughter’s Memoirs

Dana Laquidara

Dana Laquidara, rithöfundur og fyrirlesari, ræðir nýjustu bók sína, „You Know Who – An Alienated Daughter’s Memoir“, í viðtali. Bókin fjallar um æskuöld Dana, sem byrjaði á skilnaði foreldra hennar og fullkominni útilokun móður hennar úr lífi hennar. Dana, sem varð fyrir áfalli en hrædd við að ögra föður sínum, barðist gegn því að móður hennar var eytt úr minningum hennar, þar til hún endurheimti sambandið.

2023-08-19 | ICSP Athens | Sandra Inês Feitor | The Children’s Hearing in Light of ECHR Jurisprudence

Sandra Inês Feitor

Sandra Inês Feitor, lögfræðingur og PhD á Portúgal, fjallar um vandamál sem hún mætir í portúgölskum dómstólum, þar sem gerendur heimilisofbeldis misnota stundum kenningu um foreldraútilokun til að hylma yfir ofbeldi sitt. Hún bendir á að fjölskyldudómstólar taki ekki alltaf tillit til dóma í afbrotamálum sem greina á milli foreldraútilokunar og heimilisofbeldis. Sandra leggur áherslu á mikilvægi margþættrar nálgunar og dýpri skilnings á þessum málum innan réttarkerfisins.

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email