logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila þýðir samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi að fagaðili verður bandamaður útilokunarforeldrisins í ágreiningi þess við útsetta foreldrið í stað þess að hjálpa fjölskyldunni í heild. Slíkt þróast oft út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris á þann hátt að foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá óhæfan fagaðila til að taka sína hlið.

Fagaðilinn tekur upplýsingum útilokunarforeldrisins um slæma hegðun útsetta foreldrisins trúanlega án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast og hjálpar því að vinna ágreininginn við útsetta foreldrið hvort sem það er með því að greina barnið með áfallastreituröskun út af hegðun útsetta foreldrisins eða með því að tala fyrir hönd þess fyrir dómstólum. Það er því mjög mikilvægt að fagfólk fái viðeigandi þjálfun í slíkum mynstrum foreldraútilokunar til að koma í veg fyrir að það taki afstöðu í slíkum málum

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Brian O’Sullivan

PASG 2021 - Brian O'Sullivan

Brian O’Sullivan, viðurkenndur fjölskyldusálmeðferðarfræðingur stýrði einu rannsókninni sem gerð hefur verið á foreldraútilokun á Írlandi og hefur búið til líkan sem miðar að því að leiða útilokuð börn og foreldra saman á ný. Hann telur að þjálfun og menntun fagfólks á sviði félags-, dóms- og geðheilbrigðismála skipti höfuðmáli í útilokunarmálum.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email