logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra

Untitled

Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

2023-08-19 | ICSP Athens | Dana Laquidara | An Alienated Daughter’s Memoirs

Dana Laquidara

Dana Laquidara, rithöfundur og fyrirlesari, ræðir nýjustu bók sína, „You Know Who – An Alienated Daughter’s Memoir“, í viðtali. Bókin fjallar um æskuöld Dana, sem byrjaði á skilnaði foreldra hennar og fullkominni útilokun móður hennar úr lífi hennar. Dana, sem varð fyrir áfalli en hrædd við að ögra föður sínum, barðist gegn því að móður hennar var eytt úr minningum hennar, þar til hún endurheimti sambandið.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email