logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Greinar

Geta einstæðir umgengnisforeldrar aldrei keypt sér íbúð?

Greinin fjallar um nýja skýrslu HMS sem sýnir að einstæðir foreldrar þurfi 18 ár til að safna fyrir útborgun íbúðar, en Foreldrajafnrétti bendir á að þar sé ekki gerður greinarmunur á lögheimilis- og umgengnisforeldrum. Í raun hafi umgengnisforeldrar, oftast feður, ekki rétt á barnabótum en greiði meðlag, sem gerir stöðu þeirra miklu verri en skýrsla HMS gefur til kynna. Að sama skapi fá lögheimilisforeldri greitt meðlag sem ekki er inn í útreikningum HMS.
Samkvæmt leiðréttum útreikningum samtakanna gæti tekið einstætt umgengisforeldri allt að 48 ár að safna fyrir íbúð, sem sýnir djúpt kerfisbundið misrétti gagnvart feðrum sem er stærstur hluti þess hóps.

Myndbönd

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 months ago
Foreldrajafnrétti

Við hjá Foreldrajafnrétti kynnum fyrsta myndband okkar frá alþjóðlegu PASG ráðstefnunni um foreldraútilokun í Ósló 2024.

Í þessu kraftmikla samklippi frá alþjóðlegu ráðstefnu PASG í Osló 2024 deila alþjóðlegir sérfræðingar, foreldrar, uppkomin börn og lagasérfræðingar sérfræðiþekkingu og frásögnum af foreldraútilokun.

Lykilþemu:
– Foreldraútilokun sem andlegt ofbeldi og þvingunarstjórn
– Áfallastreita og áhrif á geðheilbrigði barna og foreldra
– Misbrestur réttarkerfa og skortur á viðurkenningu
– Rödd þolenda: sjálfsvíg, glötuð sjálfsmynd og ævilangt sorgarferli
– Ákall um aðgerðir, fræðslu og réttarbætur

Við hjá Foreldrajafnrétti vinnum að fullum krafti að því að auka vitund um þessa birtingarmynd heimilisofbeldis. Fylgstu með næstu myndböndum sem við birtum á næstu dögum!

#jafnrétti #foreldrajafnrétti #foreldraútilokun #heimilisofbeldi #ofbeldi
... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

10 months ago
Foreldrajafnrétti

Fréttabréf Foreldrajafnréttis (Janúar 2025): Ný námskeið fyrir foreldra og fagfólk um foreldraútilokun - mailchi.mp/foreldrajafnretti/frettabref-2024-2325559 ... See MoreSee Less

Fréttabréf Foreldrajafnréttis (Janúar 2025): Ný námskeið fyrir foreldra og fagfólk um foreldraútilokun - https://mailchi.mp/foreldrajafnretti/frettabref-2024-2325559
Load more