logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Brian O’Sullivan

PASG 2021 - Brian O'Sullivan

Brian O’Sullivan, viðurkenndur fjölskyldusálmeðferðarfræðingur stýrði einu rannsókninni sem gerð hefur verið á foreldraútilokun á Írlandi og hefur búið til líkan sem miðar að því að leiða útilokuð börn og foreldra saman á ný. Hann telur að þjálfun og menntun fagfólks á sviði félags-, dóms- og geðheilbrigðismála skipti höfuðmáli í útilokunarmálum.

2016-03-05 | TEDxCSU | Jennifer J. Harman | Parental Alienation

TEDx 2016 Jennifer J. Harman on Parental Alienation

Í þessum fyrirlestri ræðir Jennifer J. Harman um foreldraútilokun og áhrif staðalímynda um foreldrahlutverk á þetta vandamál. Hún greinir frá því hvernig foreldrar nota neikvæðar staðalímyndir til að skaða samband barna við hitt foreldrið og hvernig slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og útilokaða foreldra. Harman leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta lögum og stefnum til að takast á við foreldraútilokun og koma í veg fyrir mismunun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email