logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

PASG 2019 – Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.

2023-08-19 | ICSP Athens | Christine Giancarlo | Manifestation of Parental Alienation in the Classroom

Christine Giancarlo

Dr. Christine Giancarlo flutti erindi um „Tengsl foreldraútilokunar við ofbeldi í nánum samböndum“ á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún greindi frá rannsóknum á andlegri og líkamlegri vellíðan barna og foreldra sem upplifa útilokun. Sem beittur mannfræðingur hefur Christine nýtt þverfaglega sérþekkingu til að skoða áhrifin frá 1992.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email