logo

Fræðslunámskeið um foreldraútilokun

Foreldrajafnrétti býður upp á fræðslunámskeið um foreldraútilokun og afleiðingar átakaskilnaða fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Námskeiðin eru annars vegar ætluð foreldrum og aðstandendum sem lenda í útilokun og hins vegar fagfólki sem hefur aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut.

Námskeið 1: Tengslarof í kjölfar skilnaða

Hefur barnið þitt eða aðstandanda þíns hafnað sambandi í kjölfar skilnaðar, án ástæðu? Barn sem áður var ástríkt samband við? Eru teikn á lofti um að það sé í uppsiglingu?

Helstu mistök sem útilokaðir foreldrar gera er að taka málið ekki nógu alvarlega strax og vona að hlutir lagist. Þekking á aðstæðum og fræðsla um áhrifaþætti í þessum aðstæðum skiptir miklu máli. Ekki síst til að forðast algeng mistök sem fólk gjarnan gerir þegar það upplifir fráhverfu barns.

Á þessu námskeiði er farið yfir skilgreiningar, rannsóknir á foreldraútilokun, greiningartól, algengi, helstu mistök sem foreldrar og aðstandendur gera, hvað er til ráða o.fl.

Námskeiðið er 3 klst. Takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið. Næstu námskeið verða í apríl og verða auglýst eftir páska.

Skráning á námskeið

Asset-6@3x

Námskeið 2: Hvernig nálgast ég útilokaða barnið mitt?

Hvað er til ráða þegar sambandi barns og foreldris er ógnað vegna foreldraútilokunar? Er eitthvað hægt að gera? Hvernig er best að tala við barnið? Hvaða leiðir eru líklegar til árangurs?

Á námskeiðinu er farið yfir stöðu barnsins, hvernig best er að bregðast við, hvers konar samskipti eru líkleg eru til árangurs o.s.frv.

Næsta námskeið verður í apríl og verður auglýst eftir páska. Takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið.

Skráning á námskeið

Námskeið fyrir fagfólk

Áætlað er að foreldraútilokun eigi sér stað í um 20-25% átakaskilnaða, en þeim fer fjölgandi í hinum vestræna heimi. Það er því afar mikilvægt að fagaðilar sem koma að þessum málum hafi aflað sér þekkingar á þessu flókna málefni.

Foreldrajafnrétti býður upp á sérsniðin fræðslunámskeið fyrir þá sem eiga aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut, svo sem lögmenn, geðheilbrigðisstarfsfólk, dómara, starfsfólk barnavernda og sýslumanna og starfsólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

Skráning á námskeið

Skráning

Skráning fer fram með því að fylla út formin hér fyrir ofan eða senda tölvupóst á netfangið namskeid@foreldrajafnretti.is

Félagsmenn fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi. Sum stéttarfélög endurgreiða hluta gjaldsins. Foreldrajafnrétti býður námskeiðið auk þess án endurgjalds til foreldra sem ekki hafa tök á að greiða fullt gjald. Sótt er um á ofangreindu netfangi. 

Author picture

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir sem lokið hefur námi í foreldraútilokun (PG Cert in Parental Alienation Studies) frá Institute of Family Therapy á Möltu.

Sigríður hefur starfað við málaflokkinn í rúman áratug, bæði hjá Barnaheillum og Foreldrajafnrétti, komið að skipulagningu ráðstefna og námskeiða auk þess að hafa tekið virkan þátt í fræðslu um foreldraútilokun á alþjóðavettvangi.