logo

Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu: Samantekt úr íslenskum rannsóknum

Lykilorð
Útdráttur

• Tengslarof barna við feður eftir skilnað er ein alvarlegasta atlaga sem unnin er á barni.

• Deilur milli foreldra um umgengni/forsjá skaða barnið, oft alvarlega og til langs tíma.

• Réttarkerfið vinnur seint og oft illa við að afgreiða mál þegar deilur eru milli foreldra um forsjá og/eða umgengni.

• Réttarkerfið og félagsþjónustan almennt virðast oft huga meira að hagsmunum mæðra en hagsmunum barna.

• Á Íslandi eru samtímis a.m.k. 500 börn sem búa við skert lífsgæði og oft alvarlega stöðu vanlíðunar og sorgar vegna deilu foreldra um umgengni og/eða forsjá og vegna tengslarofs við feður. Sérstaklega á þetta við drengi.

• Flest öll skilnaðarbörn kjósa að verja meiri tíma með feðrum sínum en þeim er leyft eða kleift að gera. 70% þeirra vilja dvelja jafnt hjá báðum foreldrum sínum og 30% sem eftir stóðu vildu eyða umtalsverðum tíma með feðrum.

• Mæður virðast geta stýrt samskiptum barna og feðra og tálmað umgengni nánast óáreittar.

• Umgengnistálmanir, illt umtal, heilaþvottur og stýring þess foreldris sem barnið býr hjá gagnvart barninu og hinu foreldrinu eru meðal verstu skaðvalda sem hægt er leggja á barnið.

• Rannsóknir sýna að sameiginleg forsjá skiptir börn mjög miklu máli. Skilnaðarbörn sem búa við sameiginlega forsjá foreldra sinna hafa betri tengsl við báða foreldra og þeim líður almennt betur og þau standa almennt betur félagaslega og námslega en ef forsjá er hjá öðru foreldrinu.

• Mikilvægt er að styrkja rétt barna til jafnrar umgengni við báða foreldra, löggjöfin þarf að taka á því og tryggja börnum þann rétt. Ójöfn umgengni eykur á vanlíðan barna.

Við skilnað foreldra verður barnið oft þrætuepli þeirra á milli oft með þeim afleiðingum að barnið skaðast og jafnvel til langstíma. Foreldrar deila um skiptingu eigna, hjá hvoru þeirra barnið eigi að búa, um forsjá barns og umgengni þess við það foreldri sem barnið býr ekki hjá. Gamlar og rótgrónar hefðir ráða oft för varðandi forsjá barns og umgengni þess við hitt foreldrið. Rannsóknir hér á landi og erlendis sem og víðtæk þekking á afleiðingum þess að barn er slitið úr umsjá annars foreldris ná oft ekki inn á borð þegar ákvörðun um forsjá og umgengni er tekin.

Stafrænt kennimerki:
Höfundarréttur:
Höfundur
Útgáfudagur:
Desember
2008
APA
Stefanía Katrín Karlsdóttir. (2008). Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu: Samantekt úr íslenskum rannsóknum. Háskóli Íslands.
MLA
Stefanía Katrín Karlsdóttir. Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu: Samantekt úr íslenskum rannsóknum. 2008. Háskóli Íslands.

Deila grein

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email