2023-06-09 | Findings of Abuse in Families Affected by Parental Alienation Amanda E. Sharples, Demonsthenes Lorandos, Jennifer J. Harman Skilgreining Ritrýnd vísindarannsókn Child abuse, Child custody, Domestic voilence, Family violence, Parental alienation Í þessari ritrýndu vísindarannsókn kemur fram að foreldrar sem útiloka börn sín frá hinu foreldrinu eru líklegri til að hafa verið fundnir sekir um ofbeldi. Þeir sem eru útilokaðir eru aftur á móti líklegri til að vera ranglega ásakaðir um ofbeldi. Kyn foreldris hafði ekki áhrif á niðurstöður. Rannsóknin bendir til að falskar ásakanir gætu verið taktík útilokandi foreldra.
2023-01-01 | Abused and Rejected: The Link Between Intimate Partner Violence and Parental Alienation Gena A. Rowlands, Jennifer J. Harman, Richard A. Warshak Skilgreining Ritrýnd vísindarannsókn Child abuse, Divorce, Domestic violence, Family violence, Parental alienation Í þessari ritrýndu vísindarannsókn kom í ljós að foreldrar sem urðu fyrir ofbeldi í nánum samböndum litu það alvarlegri augum að vera útilokuð frá börnum sínum en foreldrar án reynslu af slíku ofbeldi. Konur voru oftar þolendur ofbeldis í nánum samböndum en karlar og þær greindu einnig frekar frá líkamlegu ofbeldi og töldu útilokandi hegðun barna sinna vera alvarlegri. Þessar niðurstöður gætu hjálpað til við að greina útilokunarmynstur snemma og stuðlað að bættum forvörnum og meðferð.