logo

Grein - Lykilorð: Parental alienation

2023-06-09 | Findings of Abuse in Families Affected by Parental Alienation

Í þessari ritrýndu vísindarannsókn kemur fram að foreldrar sem útiloka börn sín frá hinu foreldrinu eru líklegri til að hafa verið fundnir sekir um ofbeldi. Þeir sem eru útilokaðir eru aftur á móti líklegri til að vera ranglega ásakaðir um ofbeldi. Kyn foreldris hafði ekki áhrif á niðurstöður. Rannsóknin bendir til að falskar ásakanir gætu verið taktík útilokandi foreldra.

2023-01-01 | Abused and Rejected: The Link Between Intimate Partner Violence and Parental Alienation

Í þessari ritrýndu vísindarannsókn kom í ljós að foreldrar sem urðu fyrir ofbeldi í nánum samböndum litu það alvarlegri augum að vera útilokuð frá börnum sínum en foreldrar án reynslu af slíku ofbeldi. Konur voru oftar þolendur ofbeldis í nánum samböndum en karlar og þær greindu einnig frekar frá líkamlegu ofbeldi og töldu útilokandi hegðun barna sinna vera alvarlegri. Þessar niðurstöður gætu hjálpað til við að greina útilokunarmynstur snemma og stuðlað að bættum forvörnum og meðferð.

2022-05-01 | Evaluation of the Turning Points for Families (TPFF) program for severely alienated children

Í þessari ritrýndu vísindarannsókn var skoðað meðferðarúrræðið Þáttaskil fyrir fjölskyldur (e. Turning Points for Families), ætlað alvarlega útilokuðum börnum. Niðurstöður sýndu að meðferðin var örugg, skaðaði ekki börnin og studdi við jákvæðar breytingar í sambandi barna við útilokaða foreldrið. Börnin tengdust aftur útilokaða foreldrinu án neikvæðra afleiðinga, og sýndu framfarir í sameiginlegum viðbrögðum og stöðugleika í félagslegum stuðningi og samskiptamynstri.

Reclaiming Parent–Child Relationships: Outcomes of Family Bridges with Alienated Children

Í þessari ritrýndu vísindarannsókn var metinn árangur Family Bridges námskeiðsins á börn sem höfðu hafnað foreldri sínu. Niðurstöður sýna að eftir námskeiðið féll hlutfall barna sem voru mótfallin umgengni við útilokað foreldri úr 85% í 6% samkvæmt foreldrum en 4% samkvæmt leiðbeinendum. Tæplega 90% barnanna fannst líðan sín betri eftir námskeiðið og meirihluti foreldra og fagfólks mátu bætt samskipti. Rannsóknin bendir hún til þess að Family Bridges geti verið árangursrík leið til að bæta samband barna við útilokuð foreldri.