Geta einstæðir umgengnisforeldrar aldrei keypt sér íbúð? Stjórn Foreldrajafnréttis Foreldrahlutverkið Aðsendar greinar Mismunun, Umgengnisforeldri Greinin fjallar um nýja skýrslu HMS sem sýnir að einstæðir foreldrar þurfi 18 ár til að safna fyrir útborgun íbúðar, en Foreldrajafnrétti bendir á að þar sé ekki gerður greinarmunur á lögheimilis- og umgengnisforeldrum. Í raun hafi umgengnisforeldrar, oftast feður, ekki rétt á barnabótum en greiði meðlag, sem gerir stöðu þeirra miklu verri en skýrsla HMS gefur til kynna. Að sama skapi fá lögheimilisforeldri greitt meðlag sem ekki er inn í útreikningum HMS.Samkvæmt leiðréttum útreikningum samtakanna gæti tekið einstætt umgengisforeldri allt að 48 ár að safna fyrir íbúð, sem sýnir djúpt kerfisbundið misrétti gagnvart feðrum sem er stærstur hluti þess hóps.