logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | William Bernet

PASG 2019 – William Bernet

Samkvæmt William Bernet, MD, er foreldraútilokun víðfemt vandamál sem bregðast þarf við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þarf að viðurkenna að hún eigi sér stað, þjálfa þarf fagfólk í að bera kennsl á foreldraútilokun svo hægt sé að grípa fyrr inn í og sáttamiðlun þarf að vera í boði fyrir fjölskyldur í kjölfar skilnaðar.

2023-08-19 | ICSP Athens | Petra Deeter | An Alienated Child and Parent

Petra Deeter

Petra Deeter, verðlaunaður kvikmyndaleikstjóri og frumkvöðull í félagslegum áhrifum, deilir sinni sársaukafullu sögu um foreldraútilokun í viðtali. Hún var útilokuð frá föður sínum í æsku vegna móður sinnar og síðar sem móðir. Petra skildi að lokum útilokunina sem hún upplifði sem barn og móðir. Hún stofnaði Victim To Hero Institute til að veita menntun og auðlindir til að styrkja þolendur sálræns ofbeldis.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email