logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar | Neuropsychological Impacts on Child Development

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar, PhD, flutti erindi um áhrif langvarandi skilnaðardeilna á þroska barna á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún lýsti alvarlegum afleiðingum á heila barna, bæði andlega og líkamlega, sem hefur áhrif á félagshegðun og námsgetu. Dr. Gaspar hvetur til fjárfestingar í gæðamenntun, sérstaklega fyrir leikskólakennara.

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email