logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í að veita fjölskyldum klíníska meðferð við ýmsum vandamálum, þar á meðal foreldraútilokun. Hún býður meðal annars upp á sameiningarmeðferð, fyrir útilokaða foreldra og börn þeirra, og meðferð fyrir útilokaða foreldra í alvarlegum málum þar sem búið er að slíta öll samskipti.

Samkvæmt Gottlieb er mikilvægt að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina bæði birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Þá sé það fagfólk líklegra til að taka ekki orð útilokunarforeldris trúanleg án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast.

Það sé mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þessi mál þar sem það er ekki gott fyrir börn að alast upp í umhverfi þar sem útilokun viðhefst, en slíkt hefur bæði skammtíma og langtíma neikvæð áhrif á andlegan þroska og geðheilsu barna.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Nick Woodall

PASG 2019 – Nick Woodall

Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, hefur foreldraútilokun langvarandi neikvæð áhrif á börn ef þau fá ekki viðeigandi sálfræðimeðferð. Þá getur sjálf barna klofnað en það hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra, sambönd við aðra og jafnvel á næstu kynslóð ef ekki er tekist á við útilokunina.

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email