logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-20 | ICSP Athens | Ben Hines | New Research Findings on Divorced Fathers

2023 ICSP Athens Ben Hines

Þetta viðtal við Ben Hines fjallar um rannsókn hans á Bretlandi á feðrum sem upplifað hafa fjölskyldurof. Hann greinir frá áhrifum slíkra atburða á andlega heilsu feðra, þar á meðal sjálfsvígshugsanir, og hvernig kerfið og staðalímyndir geta haft neikvæð áhrif á föðurhlutverkið og samskipti við börn.

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email