logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Alan Blotcky | Motivational Beliefs behind Parental Alienation

Alan Blotcky

count words: Alan Blotcky, klínískur aðjúnktprófessor við Háskólann í Alabama í Birmingham, ræðir rannsókn sína á hvötum að baki foreldraútilokunar. Hann greindi 40 mál, þar sem hann skoðaði tilvitnanir frá einu foreldri gegn öðru og flokkaði 80 hvatir í sex flokka: hefndarhneigð, hræðsla, öfund, ofverndun barns, endurtekning fjölskyldumynsturs og sálarfræðileg vandamál foreldris.

2023-08-19 | ICSP Athens | Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar | Neuropsychological Impacts on Child Development

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar, PhD, flutti erindi um áhrif langvarandi skilnaðardeilna á þroska barna á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún lýsti alvarlegum afleiðingum á heila barna, bæði andlega og líkamlega, sem hefur áhrif á félagshegðun og námsgetu. Dr. Gaspar hvetur til fjárfestingar í gæðamenntun, sérstaklega fyrir leikskólakennara.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email