logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Jorge Guerra González

Jorge Guerra González

Í þessu viðtali ræðir Dr. Jorge Guerra González, lögfræðingur og sáttamiðlari, um hvernig foreldraútilokun þróast og hvernig hægt sé að brjóta vítahringinn með því að auka jafnræði foreldra og skýra muninn á orðum, vilja og velferð barnsins. Hann talar um að fjölskyldudómstólar séu ekki alltaf best til þess fallnir að takast á við fjölskylduvandamál og leggur til sáttamiðlun sem lausn.

2023-08-19 | ICSP Athens | Pedro Raposo de Figueiredo | The Judicial Application of Shared Parenting

Pedro Raposo de Figueiredo

Pedro Raposo de Figueiredo, dómari frá Portúgal, ræðir áhrif 9. greinar Barnasáttmálans á málefni þar sem foreldrar deila um forsjá í háum átökum og foreldraútilokun. Hann útskýrir hvernig lögum er beitt þegar einstæð forsjá er veitt án þess að brotið sé á skyldum foreldris. Pedro hefur starfað sem dómari í fjölskyldu- og barnarétti í 22 ár og er nú þjálfari við Miðstöð dómsmálarannsókna.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email