logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Pedro Raposo de Figueiredo | The Judicial Application of Shared Parenting

Pedro Raposo de Figueiredo

Pedro Raposo de Figueiredo, dómari frá Portúgal, ræðir áhrif 9. greinar Barnasáttmálans á málefni þar sem foreldrar deila um forsjá í háum átökum og foreldraútilokun. Hann útskýrir hvernig lögum er beitt þegar einstæð forsjá er veitt án þess að brotið sé á skyldum foreldris. Pedro hefur starfað sem dómari í fjölskyldu- og barnarétti í 22 ár og er nú þjálfari við Miðstöð dómsmálarannsókna.

2021-09-09 | PASG Brussels | Bruno Humbeeck

Bruno Humbeeck

Í erfiðum skilnaði geta börn orðið óviljandi vitni, sem getur valdið þeim skaða. Núna er æ meira krafa á foreldra um að skipuleggja umgengni eftir skilnað út frá hagsmunum barnsins. Bruno Humbeeck, prófessor í skólasálfræði og rannsóknastjóri við Háskólann í Mons, er sérfræðingur í seiglu og býður ráðgjöf í fjölskyldufræðslu, tengslum milli heimilis og skóla, neyslu, fíkn og aðstoð við félagsleg vandamál.

2023-08-19 | ICSP Athens | Petra Deeter | An Alienated Child and Parent

Petra Deeter

Petra Deeter, verðlaunaður kvikmyndaleikstjóri og frumkvöðull í félagslegum áhrifum, deilir sinni sársaukafullu sögu um foreldraútilokun í viðtali. Hún var útilokuð frá föður sínum í æsku vegna móður sinnar og síðar sem móðir. Petra skildi að lokum útilokunina sem hún upplifði sem barn og móðir. Hún stofnaði Victim To Hero Institute til að veita menntun og auðlindir til að styrkja þolendur sálræns ofbeldis.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email