logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Amy J. L. Baker

PASG 2019 – Amy J. L. Baker

Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningartól sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.

2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra

Untitled

Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email