logo

2021-09-09 | PASG Brussels | Brian O’Sullivan

Brian O’Sullivan, viðurkenndur kerfisbundinn fjölskyldusálmeðferðarfræðingur stýrði einu rannsókninni sem gerð hefur verið á foreldraútilokun á Írlandi og hefur búið til líkan sem miðar að því að leiða útilokuð börn og foreldra saman á ný. Hann telur að þjálfun og menntun fagfólks á sviði félags-, dóms- og geðheilbrigðismála skipti höfuðmáli í útilokunarmálum. Hann nefnir sem dæmi að oft komi velviljað fagfólk að þessum málum en það endi á að gera óviljandi meiri skaða en gagn, til dæmis með því að staðfesta ásökun um foreldraútilokun þegar ekki er um útilokun að ræða í raun. Í alvarlegum málum sem varða útilokunarhegðun er einnig hætta á að fagfólk sé sett í þá stöðu að þurfa að taka óheilbrigða afstöðu. Í útilokunarmálum er margar ásakanir lagðar fram. Þessar ásakanir þarf að rannsaka ítarlega og ekki síður á skjótan hátt.

Í alvarlegum málum gerist það mjög oft að foreldri vill ekki eða getur ekki fengið sig til að breyta hegðun sinni, til að hafa þroskaþarfir barnsins í fyrirrúmi. Þegar farið er þrjár kynslóðir aftur í tímann má sjá að samskiptamynstrin, í tengslum við það sem oft er kallað útilokun eða foreldraútilokun, ná þvert yfir kynslóðirnar. Það sem þetta þýðir í raun er að börn og ungmenni núverandi kynslóðar vilja ekki viðhalda þessum samskiptamynstrum í fjölskyldunum sem þau munu stofna á komandi árum.

Sullivan kannaði líkönin sem voru fyrir hendi fyrir árið 2019, og leitaði sérstaklega að líkönum sem studdust við reynslurannsóknir í fagritum. Í kjölfarið bjó hann til Íhlutunarlíkan til að endursameina fjölskyldur (Reconnecting Family Model of Intervention) sem býður upp á uppbyggilegri leið til að ná fram bestu mögulegu sálrænu, tilfinningalegu og líkamlegu útkomu fyrir börn og ungmenni, yfir allt æviskeiðið.

Sullivan gengur oft út frá þeirri skýringartilgátu að barn hafni foreldri sínu af gildri ástæðu, en ef það á ekki við þá eru aðrar tilgátur metnar, t.d hvort samskiptamynstur foreldraútilokunar sé mögulega til staðar eða ekki. Sé niðurstaðan sú að um alvarlega útilokun sé að ræða, þá er hægt að færa búsetu barnsins yfir á heimili eðlilega og heilbrigða foreldrisins. Lykilatriðið er að barnið eða ungmennið barnið sé sett í þá stöðu að geta verið það sjálft með eðlilega, heilbrigða foreldrinu, án þvingunarvalds og óviðeigandi áhrifa foreldrisins sem veldur sjúklegu ástandi.

Sullivan bendir á að sumum gæti fundist þessi ráðstöfun vera full róttæk en allir geti þó verið sammála um að barninu sé ávallt best borgið hjá því foreldri sem telst vera eðlilegt og heilbrigt. Enginn myndi hika við að taka það foreldri fram yfir brotlega foreldrið.

Sullivan bendir jafnframt á að rannsóknir sem gerðar hafa verið á 40 til 50 árum renni stoðum undir þetta. Barn sem látið er dvelja hjá brotlegu foreldri verður fyrir ævilöngum sálrænum, tilfinningalegum og líkamlegum skaða sem skilar sér m.a. í þrálátum kvíða, þunglyndi, ótímabærri kynlífsiðkun, slökum námsárangri, sjálfskaða sjálfsvígshugsunum og jafnvel sjálfsvígstilraunum.

Sullivan telur nauðsynlegt að fagfólkið sem kemur að ferlinu sé vel upplýst og nýti alþjóðlegt matslíkan sem byggist á gagnreyndum aðferðum og bestu starfsvenjum. Koma þarf upp mjög skýru fyrirkomulagi, nokkurs konar vegvísi sem gerir barninu kleift að tengjast báðum foreldrum sínum. En til að ná árangri þarf fjölskyldan að taka þátt í ferlinu á framsækinn og ákveðinn hátt og forðast ásakanir,gagnrýni og áfellisdóma. Þannig fæst útkoma sem er barninu fyrir bestu og tryggir því umgengni við báða foreldra sína.

Sullivan bendir á að fjölmörg kerfisbundin vandamál blasi við þegar kemur að dómskerfinu í sifjaréttarmálum og það geti reynst hamlandi þegar kemur að því að tryggja hagmuni barna. Þess vegna þurfi að endurskoða kerfið: veita aðilum nauðsynlega þjálfun, stuðla að símenntun fagfólks og gera áþreifanlegar breytingar í kjölfarið. Þegar lögð er fram ásökun um foreldraútilokun þarf að vera til staðar fagmaður sem getur metið málið, og það á skjótan hátt.

Líkt og Sullivan bendir á ber sérhverjum dómstól og félagsráðgjafa í Evrópu skylda til að skipa sérfræðing í málum sem varða foreldraútilokun, og þeim ber einnig skylda til að samþykkja tillögurnar í greinargerð þessa sérfræðings. Þar er menntun ein helst meginstoðin, og telur Sullivan það fagnaðarefni að nú sé í boði viðurkennt prófskírteini fyrir framhaldsnám í rannsóknum á foreldraútilokun.

Sullivan telur einnig mikilvægt að starfsfólk í skólum sé vakandi fyrir foreldraútilokun. Skólarnir geta oft óviljandi orðið að vettvangi þar sem deilan blossar upp þar sem börn eru oft flutt á heimili hins foreldrisins frá skólanum. Skólanum ber að sinna varúðarskyldu sinni gagnvart barninu og senda skilaboð til foreldranna um að þeim beri að leysa úr deilum sínum á heilbrigðan hátt.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Foreldraútilokun með augum sérfræðinganna

all

Sérfræðingar tala um foreldraútilokun í viðtölum sem tekin voru á alþjóðlegu PASG 2019 ráðstefnunni í Fíladelfíu, Bandaríkjunum, í september 2019. PASG (Parental Alienation Study Group) eru alþjóðleg samtök sérfræðinga sem rannsaka foreldraútilokun og áhrif hennar á börn og foreldra.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email