logo

Tengslarof í kjölfar skilnaða

Foreldrajafnrétti býður upp á fræðslunámskeið um foreldraútilokun og afleiðingar tengslaskerðingar eða tengslarofs í kjölfar átakaskilnaða fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Námskeiðin eru ætluð foreldrum og aðstandendum sem lenda í útilokun, uppkomnum börnum sem hafa lent í útilokun og fagfólki sem hefur aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut.

Námskeið 1: Hvað er foreldraútilokun?

Hefur barnið þitt eða aðstandanda þíns hafnað sambandi í kjölfar skilnaðar, án ástæðu? Barn sem áður var ástríkt samband við? Eru teikn á lofti um að það sé í uppsiglingu?

Helstu mistök sem útilokaðir foreldrar gera er að afla sér ekki nægilegrar þekkingar strax og vona að hlutir lagist. Þekking á aðstæðum og fræðsla um áhrifaþætti getur skipt sköpum til að forðast mistök sem eðlilegt er að foreldrar geri þegar þeir upplifa fráhverfu barns.

Á þessu námskeiði er farið yfir skilgreiningar, rannsóknir á foreldraútilokun, greiningartól, algengi, helstu mistök sem foreldrar og aðstandendur gera, hvað er til ráða o.fl.

Námskeiðið er 3 klst. og er haldið í fundarsal Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Hlíðarfæti 17, 102 Reykjavík. Verð 24.900 (félagsmenn fá 50% afslátt). Verð fyrir bæði námskeið er 39.900. Takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði.

Námskeið veturinn 2024/2025:

  • 18. janúar 2025, kl 10:00-13:00
  • 8. febrúar 2025, kl. 10:00-13:00
  • 8. mars 2025, kl. 10:00-13:00
  • 5. apríl 2025, kl 10:00-13:00
  • 10. maí 2025, kl 10:00-13:00
Asset-6@3x

Námskeið 2: Samskipti við fráhverft/útilokandi barn

Skráning á námskeið

Hvað er til ráða þegar barn sem átti gott samband við foreldri sitt fyrir skilnað, sýnir kulda, neikvæðni, óvægna gagnrýni og jafnvel dónaskap án þess að foreldrið hafi unnið til þess? Er eitthvað hægt að gera? Hvernig er best að tala við barnið? Hvaða aðferðir eru líklegar til árangurs?

Á námskeiðinu er farið yfir þá stöðu sem barnið er í, hvernig best er að bregðast við, hvers konar samskipti eru líkleg til árangurs o.s.frv.

Námskeiðið er 3 klst. og er haldið í fundarsal Fæðingarheimilis Reykjavíkur, Hlíðarfæti 17, 102 Reykjavík. Verð 24.900 (félagsmenn fá 50% afslátt). Verð fyrir bæði námskeið er 39.900. Takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði.

Námskeið veturinn 2024/2025:

  • 18. janúar 2025, kl. 14:00-17:00
  • 8. febrúar 2025, kl. 14:00-17:00
  • 8. mars 2025, kl. 14:00-17:00
  • 5. apríl 2025, kl. 14:00-17:00
  • 10. maí 2025, kl. 14:00-17:00

Skráning á námskeið

Námskeið fyrir fagfólk

Áætlað er að foreldraútilokun eigi sér stað í um 10-15% skilnaða, en hlutfallið er hærra í átakaskilnuðum sem fer fjölgandi í hinum vestræna heimi. Það er því afar mikilvægt að fagaðilar sem koma að þessum málum hafi aflað sér sérfræðiþekkingar á þessu flókna mynstri.

Foreldrajafnrétti býður upp á sérsniðin fræðslunámskeið fyrir þá sem eiga aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut, svo sem lögmenn, geðheilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk barnavernda og sýslumanna og starfsólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

Skráning á námskeið

Skráning

Skráning fer fram með því að fylla út formin hér fyrir ofan eða senda tölvupóst á netfangið namskeid@foreldrajafnretti.is

Félagsmenn fá 25% afslátt af námskeiðsgjaldi. Sum stéttarfélög endurgreiða hluta gjaldsins. Foreldrajafnrétti býður ákveðnum fjölda félagsmanna námskeiðið án endurgjalds. Sótt er um á ofangreindu netfangi með rökstuðningi.

Author picture

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, fjölskylduráðgjafi og markþjálfi. Hún er með PGC in Parental Alienation Studies frá Institute of Family Therapy á Möltu. Námskeiðin eru þróuð meðfram náminu og byggja á rannsóknum í foreldraútilokunarfræðunum og gagnreyndum aðferðum til að vinna gegn afleiðingum foreldraútilokunar.

Sigríður hefur starfað við málaflokkinn í rúman áratug, bæði hjá Barnaheillum og Foreldrajafnrétti, auk þess að hafa komið að skipulagningu ráðstefna og námskeiða innanlands og erlendis.

Umsagnir þátttakenda

„Mjög gott og gagnlegt námskeið með mikilvægar upplýsingar fyrir foreldra á mismunandi stigum foreldraútilokunar.“

Útilokuð móðir

„Faglegt og yfirgripsmikið námskeið sem ég vildi að ég hefði getað farið á um leið og ég fann að útilokunin var að byrja. Ég var alltaf að vona að hegðun barnsins myndi breytast og gerði mörg mistök sem ég hefði getað forðast. Mæli með að þeir sem eru að lenda í þessu taki bæði námskeiðin.“

Útilokaður faðir