logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

Foreldraútilokun hefur áhrif á börn á öllum aldri og á fjölskyldur út um allan heim. Hún á sér stað í því umhverfi sem myndast eftir skilnað og hefur verið til áratugum saman. Samkvæmt Karen Woodall, geðlækni sem hefur mikla reynslu af kynslóðaskiptum áföllum og foreldraútilokun, hefur árum saman verið tilhneiging til að líta framhjá rödd barna þegar þau tjá sig um hvaða áhrif aðskilnaður fjölskyldu þeirra hefur á þau.

Þau áhrif geta verið slæm og langvarandi og sjást oft ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Þá eiga einstaklingarnir erfitt með sambönd, eru með brotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust eða upplifa sig ekki sem heila og gilda einstaklinga.

Samkvæmt Woodall getur foreldraútilokun og áföll erfst milli kynslóða en börn sem alast upp við útilokandi hegðun og klessutengsl eiga það til að tileinka sér svipað hegðunarmynstur á fullorðinsaldri og eru því útsett fyrir að verða sjálf útilokaðir foreldrar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-10-20 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

2019 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

Arwa Qutbuddin er skáld, náttúruunnandi, sáluleitandi og heimspekingur og er innblásin af styrk mannsandans. Hún er móðir fimm fallegra barna en þurftu að sættast við og byggja upp líf sitt á ný eftir að hafa misst forræði þeirra og þjáðst af foreldraútilokun.

2016-03-05 | TEDxCSU | Jennifer J. Harman | Parental Alienation

TEDx 2016 Jennifer J. Harman on Parental Alienation

Í þessum fyrirlestri ræðir Jennifer J. Harman um foreldraútilokun og áhrif staðalímynda um foreldrahlutverk á þetta vandamál. Hún greinir frá því hvernig foreldrar nota neikvæðar staðalímyndir til að skaða samband barna við hitt foreldrið og hvernig slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og útilokaða foreldra. Harman leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta lögum og stefnum til að takast á við foreldraútilokun og koma í veg fyrir mismunun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email