logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Foreldraútilokun með augum sérfræðinganna

Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að grípa fljótt inn í útilokun vegna neikvæðra áhrifa hennar á geðheilsu barna.

Jennifer J. Harmann, prófessor í félagssálfræði, fjallar um nýjustu rannsókn sína á útsettum foreldrum og áhrifum útilokunar. Foreldraútilokun hefur neikvæð áhrif á andlega heilsu útsettra foreldra og getur haft langtímaáhrif á andlegan þroska þeirra barna sem búa lengi við andlegt ofbeldi sem fylgir útilokun. Það er því mikilvægt að gripið sé fljótt inn í slík mál.

Karen Woodall geðlæknir hefur mikla reynslu af að vinna með kynslóðaskipt áföll og foreldraútilokun. Samkvæmt henni hefur fjölskylduaðskilnaður, útilokandi hegðun og klessutengsl slæm og langvarandi áhrif á börn. Þá tileinka börn sér á fullorðinsaldri svipað fjölskyldumynstur og þau alast upp við, sem getur gert þau útsett fyrir að verða sjálf útilokað foreldri.

Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, hefur foreldraútilokun langvarandi neikvæð áhrif á börn ef þau fá ekki viðeigandi sálfræðimeðferð. Þá getur sjálf barna klofnað en það hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra, sambönd við aðra og jafnvel á næstu kynslóð ef ekki er tekist á við útilokunina.

Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningarramma sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi heldur krefjist þau þess sem hann kallar vísindi byggð á sönnunum.

Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.

Samkvæmt William Bernet, MD, er foreldraútilokun víðfemt vandamál sem bregðast þarf við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þarf að viðurkenna að hún eigi sér stað, fagfólk þarf að þjálfa í að bera kennsl á hana svo hægt sé að grípa fyrr inn í og fjölskyldumiðlun þarf að vera í boði fyrir fjölskyldur í kjölfar skilnaðar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-10-20 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

2019 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

Arwa Qutbuddin er skáld, náttúruunnandi, sáluleitandi og heimspekingur og er innblásin af styrk mannsandans. Hún er móðir fimm fallegra barna en þurftu að sættast við og byggja upp líf sitt á ný eftir að hafa misst forræði þeirra og þjáðst af foreldraútilokun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email