logo

2023-08-20 | ICSP Athens | Edward Kruk | Grandparent Alienation: The Primal Wound

Edward Kruk, MSW, PhD hefur unnið lengi að rannsóknum tengdum skilnaðarmálum og fjölskyldum. Hann fjallaði um nýjustu niðurstöður sínar um útilokun afa og ömmu á alþjóðlegri ráðstefnu ICSP um sameiginlega forsjá sem haldin var í Aþenu í maí 2023. Edward útskýrir hvernig sumir afi og ömmur, sem hafa misst samband við börn sín vegna fjölskyldudeilna, komast að því að þau eiga barnabörn sem þau hafa aldrei hitt. Þessi staða virðist verða algengari og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, bæði tilfinningalega og félagslega. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að styðja við þennan hóp og veita þeim viðeigandi aðstoð og fræðslu, til að takast á við missi og sorg sem fylgir slíkri einangrun.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Amy J. L. Baker

PASG 2019 – Amy J. L. Baker

Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningartól sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.

2016-03-05 | TEDxCSU | Jennifer J. Harman | Parental Alienation

TEDx 2016 Jennifer J. Harman on Parental Alienation

Í þessum fyrirlestri ræðir Jennifer J. Harman um foreldraútilokun og áhrif staðalímynda um foreldrahlutverk á þetta vandamál. Hún greinir frá því hvernig foreldrar nota neikvæðar staðalímyndir til að skaða samband barna við hitt foreldrið og hvernig slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og útilokaða foreldra. Harman leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta lögum og stefnum til að takast á við foreldraútilokun og koma í veg fyrir mismunun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email