2019-09-14 | PASG Philadelphia | Foreldraútilokun með augum sérfræðinganna
Sérfræðingar tala um foreldraútilokun í viðtölum sem tekin voru á alþjóðlegu PASG 2019 ráðstefnunni í Fíladelfíu, Bandaríkjunum, í september 2019. PASG (Parental Alienation Study Group) eru alþjóðleg samtök sérfræðinga sem rannsaka foreldraútilokun og áhrif hennar á börn og foreldra.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb
Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að grípa fljótt inn í útilokun vegna neikvæðra áhrifa hennar á geðheilsu barna.