2019-09-14 | PASG Philadelphia | Foreldraútilokun með augum sérfræðinganna
Sérfræðingar tala um foreldraútilokun í viðtölum sem tekin voru á alþjóðlegu PASG 2019 ráðstefnunni í Fíladelfíu, Bandaríkjunum, í september 2019. PASG (Parental Alienation Study Group) eru alþjóðleg samtök sérfræðinga sem rannsaka foreldraútilokun og áhrif hennar á börn og foreldra.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller
Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi heldur krefjist þau þess sem hann kallar vísindi byggð á sönnunum.