Þekking á foreldraútilokun hefur aukist hægt en jafnt og þétt frá því fyrst hófust rannsóknir á fyrirbærinu á fimmta áratug síðustu aldar. Rannsóknir hafa á hinn bóginn aukist gífurlega síðasta áratuginn og hafa sem dæmi 40% allra rannsókna um foreldraútilokun verið framkvæmdar frá árinu 2016 og þannig skapað mikla vitundarvakningu í fræðasamfélaginu. Í þessu öðru tölublaði Leyfi til að elska birtum við íslenska þýðingu á nýlegri ritrýndri vísindagrein Jennifer J Harman, William Bernet og Joseph Harman um þessa þróun. Greinin birtist fyrst í ritrýnda vísindaritinu Current Directions in Psychological Science árið 2019.