logo

Þroski og vellíðan skilnaðarbarna grundvallast á jafnri umgengni

Lykilorð
Úrdráttur
Það virðist vera aukning á því að börn og unglingar kvarti yfir sálvefrænum einkennum. Á sama tíma fjölgar börnum í skiptri búsetu í vestrænum löndum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sambandið á milli fyrirkomulags á búsetu í kjölfar skilnaðar (skipt búseta eða föst búseta hjá öðru foreldrinu) og hættu á sálvefrænum vandamálum hjá börnum, að teknu tilliti til hugsanlegra miðlunaráhrifa sambands foreldra og barns. Viðfangsefni og aðferðir: Á grundvelli gagna úr rannsókn í Þýskalandi á fjölskyldugerðum, FAMOD-rannsókninni (þ. Familienmodelle in Deutschland) voru þrepaskipt línuleg aðhvarfsgreiningarlíkön og aðhvarfsgreiningar með SUR-aðferð (e. seemingly unrelated regression) metnar fyrir úrtak sem samanstóð af 473 börnum á aldrinum 7 til 14 ára, sem voru annaðhvort í fastri búsetu hjá öðru foreldrinu eða í skiptri búsetu. Niðurstöður: Börn í skiptri búsetu greindu frá marktækt færri sálvefrænum vandamálum en börn í fastri búsetu hjá öðru foreldrinu. Enn fremur voru tengsl á milli skiptrar búsetu barns og betra sambands foreldra og barns. Þó voru tengslin eingöngu marktæk á milli sambandsins móðir-barn og sálvefrænna einkenna barna, og það hafði að hluta til miðlunaráhrif á tengslin á milli búsetufyrirkomulags og sálvefrænna einkenna barnanna. Engin samsvarandi tengsl fundust hvað varðar sambandið faðir-barn. Niðurstaða: Hætta á sálvefrænum vanda dreifðist ójafnt á milli fjölskyldna eftir skilnað, þar sem börn í skiptri búsetu voru með færri sálvefræn vandamál en börn í fastri búsetu hjá öðru foreldrinu. Skýringin á þessari tengingu fólst að hluta til í gæðum sambandsins móðir-barn, þar af leiðandi virðast sambönd barna við aðra í fjölskyldunni vera mikilvægur þáttur sem þurfi að hafa í huga þegar stuðlað er að betri heilsu barna í búsetufyrirkomulagi eftir skilnað.
Birtist í Leyfi til að Elska
Ítarefni
Stafrænt kennimerki:
APA
MLA
Þýðing, vinnsla og útgáfa:

Foreldrajafnrétti

CCC leyfisnúmer fyrir þýðingu og útgáfu:
https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
Þýðingar útgáfa:
1.0 Útgefið

Þessi vísindagrein er þýdd á vegum Foreldrajafnréttis. Allar ábendingar um villur eða tillögur að betrumbótum eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið slíkar ábendingar eða tillögur á netfangið utgafa@foreldrajafnretti.is

Deila grein

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email