logo

Grein - Lykilorð: Heimilisofbeldi

Gleymda foreldrið: Foreldraútilokun frá sjónarhóli útsetta foreldrisins

Í þessari ritrýndu vísindarannsókn eru dregnar fram þær sálfélagslegu afleiðingar sem foreldraútilokun hefur fyrir útsetta foreldra og börn þeirra. Rannsóknin sýnir fram á að útsettir foreldrar upplifa foreldraútilokun sem andlegt ofbeldi og kerfisbundna mismunun. Niðurstöðurnar benda til þess að seigla foreldra geti verið mikilvæg í baráttunni gegn útilokun og að aukinn skilningur og samvinna kerfisins sé lykilatriði í að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi.

2023-02-01 | Foreldraútilokun: Vitundarvakning á rannsóknarsviðinu

Þessi ritrýnda vísindagrein fjallar um fyrirbærið foreldraútilokun og tengsl þess við heimilisofbeldi. Greinin lýsir hvernig útilokunarhegðun getur birst og áhrifum hennar á börn og útsetta foreldra. Þá er fjallað um sögulegan bakgrunn, skilgreiningar, birtingarmyndir og afleiðingar foreldraútilokunar. Greint er frá þörf á frekari rannsóknum til að skilja betur orsakir, afleiðingar og úrræði vegna þessa vanda. Einnig er vikið að því hvernig samfélög og menning geta haft áhrif á útbreiðslu og viðurkenningu á foreldraútilokun.