logo

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum vakningardegi um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Amy J. L. Baker

PASG 2019 – Amy J. L. Baker

Þroskasálfræðingurinn Amy J. L. Baker útskýrir Fjögurra þátta líkanið, greiningartól sem auðveldar fagfólki að greina á milli foreldraútilokunar og foreldrafráhvarfs. Þá segir hún frá rannsóknum sínum um áhrif foreldraútilokunar á börn, þeirri kenningu að foreldraútilokun sé ein tegund andlegs ofbeldis og greinir frá þjálfun sem hún býður upp á fyrir útsetta foreldra.

2023-08-19 | ICSP Athens | Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar | Neuropsychological Impacts on Child Development

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar

Maria Filomena Ribeiro de Fonseca Gaspar, PhD, flutti erindi um áhrif langvarandi skilnaðardeilna á þroska barna á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún lýsti alvarlegum afleiðingum á heila barna, bæði andlega og líkamlega, sem hefur áhrif á félagshegðun og námsgetu. Dr. Gaspar hvetur til fjárfestingar í gæðamenntun, sérstaklega fyrir leikskólakennara.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email