logo

2021-09-09 | PASG Brussels | Bruno Humbeeck

Í erfiðum skilnaði geta börn orðið óviljandi vitni, sem getur valdið þeim skaða. Núna er æ meira krafa á foreldra um að skipuleggja umgengni eftir skilnað út frá hagsmunum barnsins. Bruno Humbeeck, prófessor í skólasálfræði og rannsóknastjóri við Háskólann í Mons, er sérfræðingur í seiglu og býður ráðgjöf í fjölskyldufræðslu, tengslum milli heimilis og skóla, neyslu, fíkn og aðstoð við félagsleg vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Simona Maria Vlădica

Simona Maria Vlădica

Dr. Simona Maria Vlădica er sálfræðingur, sáttamiðlari og lektor við sálfræðideild Háskólans í Búkarest í Rúmeníu. Hún telur mikilvægt að dómarar, saksóknarar og aðrir fagaðilar skilji hvað foreldraútilokun er og hverjar afleiðingar hennar eru, til lengri og skemmri tíma. Hún bendir á að lögin eru ekki endilega vandamálið: vandamálið er að skilning skortir á því hversu alvarlegt fyrirbærið er.

2023-08-19 | ICSP Athens | Sandra Inês Feitor | The Children’s Hearing in Light of ECHR Jurisprudence

Sandra Inês Feitor

Sandra Inês Feitor, lögfræðingur og PhD á Portúgal, fjallar um vandamál sem hún mætir í portúgölskum dómstólum, þar sem gerendur heimilisofbeldis misnota stundum kenningu um foreldraútilokun til að hylma yfir ofbeldi sitt. Hún bendir á að fjölskyldudómstólar taki ekki alltaf tillit til dóma í afbrotamálum sem greina á milli foreldraútilokunar og heimilisofbeldis. Sandra leggur áherslu á mikilvægi margþættrar nálgunar og dýpri skilnings á þessum málum innan réttarkerfisins.

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email