logo

2023-08-20 | ICSP Athens | Edward Kruk | Grandparent Alienation: The Primal Wound

Edward Kruk, MSW, PhD hefur unnið lengi að rannsóknum tengdum skilnaðarmálum og fjölskyldum. Hann fjallaði um nýjustu niðurstöður sínar um útilokun afa og ömmu á alþjóðlegri ráðstefnu ICSP um sameiginlega forsjá sem haldin var í Aþenu í maí 2023. Edward útskýrir hvernig sumir afi og ömmur, sem hafa misst samband við börn sín vegna fjölskyldudeilna, komast að því að þau eiga barnabörn sem þau hafa aldrei hitt. Þessi staða virðist verða algengari og afleiðingarnar geta verið alvarlegar, bæði tilfinningalega og félagslega. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að styðja við þennan hóp og veita þeim viðeigandi aðstoð og fræðslu, til að takast á við missi og sorg sem fylgir slíkri einangrun.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

PASG 2019 – Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi heldur krefjist þau þess sem hann kallar vísindi byggð á sönnunum.

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email