logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller

Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi og því krefjast þau ákveðinnar hugsunar.

Þá telur hann í fyrsta lagi að nálgast þurfi þau út frá því sem hann kallar kallar vísindi byggð á sönnunum, það er að horft sé á heildarmynd hvers máls fyrir sig svo hægt sé að bera kennsl á mögulegar skilyrðingar fyrir foreldraútilokun. Í öðru lagi sé nauðsynlegt að fagfólk fái þjálfun í að bera kennsl á klessutengsl foreldris og barns og í að meta hegðunarmynstur hjá bæði útilokunarforeldri og útilokuðu foreldri.

Þá telur hann mikilvægt að farið verði í auknum mæli að fjalla um foreldraútilokun sem eina mynd af ofbeldi gagnvart börnum og sem klínískt vandamál.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2019-10-20 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

2019 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation

Arwa Qutbuddin er skáld, náttúruunnandi, sáluleitandi og heimspekingur og er innblásin af styrk mannsandans. Hún er móðir fimm fallegra barna en þurftu að sættast við og byggja upp líf sitt á ný eftir að hafa misst forræði þeirra og þjáðst af foreldraútilokun.

2023-08-19 | ICSP Athens | Sandra Inês Feitor | The Children’s Hearing in Light of ECHR Jurisprudence

Sandra Inês Feitor

Sandra Inês Feitor, lögfræðingur og PhD á Portúgal, fjallar um vandamál sem hún mætir í portúgölskum dómstólum, þar sem gerendur heimilisofbeldis misnota stundum kenningu um foreldraútilokun til að hylma yfir ofbeldi sitt. Hún bendir á að fjölskyldudómstólar taki ekki alltaf tillit til dóma í afbrotamálum sem greina á milli foreldraútilokunar og heimilisofbeldis. Sandra leggur áherslu á mikilvægi margþættrar nálgunar og dýpri skilnings á þessum málum innan réttarkerfisins.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email