logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila þýðir samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi að fagaðili verður bandamaður útilokunarforeldrisins í ágreiningi þess við útsetta foreldrið í stað þess að hjálpa fjölskyldunni í heild. Slíkt þróast oft út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris á þann hátt að foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá óhæfan fagaðila til að taka sína hlið.

Fagaðilinn tekur upplýsingum útilokunarforeldrisins um slæma hegðun útsetta foreldrisins trúanlega án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast og hjálpar því að vinna ágreininginn við útsetta foreldrið hvort sem það er með því að greina barnið með áfallastreituröskun út af hegðun útsetta foreldrisins eða með því að tala fyrir hönd þess fyrir dómstólum. Það er því mjög mikilvægt að fagfólk fái viðeigandi þjálfun í slíkum mynstrum foreldraútilokunar til að koma í veg fyrir að það taki afstöðu í slíkum málum

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-20 | ICSP Athens | Ben Hines | New Research Findings on Divorced Fathers

2023 ICSP Athens Ben Hines

Þetta viðtal við Ben Hines fjallar um rannsókn hans á Bretlandi á feðrum sem upplifað hafa fjölskyldurof. Hann greinir frá áhrifum slíkra atburða á andlega heilsu feðra, þar á meðal sjálfsvígshugsanir, og hvernig kerfið og staðalímyndir geta haft neikvæð áhrif á föðurhlutverkið og samskipti við börn.

2023-08-20 | ICSP Athens | Edward Kruk | Grandparent Alienation: The Primal Wound

Edward Kruk

Edward Kruk, MSW, PhD ræddi nýjustu rannsóknir sínar á útilokun afa og ömmu á alþjóðlegri ráðstefnu ICSP um sameiginlega forsjá í Aþenu í maí 2023. Hann lýsti hvernig sumar ömmur og afar missa tengsl við barnabörn sín vegna fjölskyldudeilna. Edward talaði um alvarlegar tilfinningalegar og félagslegar afleiðingar þessara aðstæðna og áhersluna á að veita viðeigandi stuðning og fræðslu til að takast á við sorg og einangrun.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email