logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila þýðir samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi að fagaðili verður bandamaður útilokunarforeldrisins í ágreiningi þess við útsetta foreldrið í stað þess að hjálpa fjölskyldunni í heild. Slíkt þróast oft út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris á þann hátt að foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá óhæfan fagaðila til að taka sína hlið.

Fagaðilinn tekur upplýsingum útilokunarforeldrisins um slæma hegðun útsetta foreldrisins trúanlega án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast og hjálpar því að vinna ágreininginn við útsetta foreldrið hvort sem það er með því að greina barnið með áfallastreituröskun út af hegðun útsetta foreldrisins eða með því að tala fyrir hönd þess fyrir dómstólum. Það er því mjög mikilvægt að fagfólk fái viðeigandi þjálfun í slíkum mynstrum foreldraútilokunar til að koma í veg fyrir að það taki afstöðu í slíkum málum

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Simona Maria Vlădica

Simona Maria Vlădica

Dr. Simona Maria Vlădica er sálfræðingur, sáttamiðlari og lektor við sálfræðideild Háskólans í Búkarest í Rúmeníu. Hún telur mikilvægt að dómarar, saksóknarar og aðrir fagaðilar skilji hvað foreldraútilokun er og hverjar afleiðingar hennar eru, til lengri og skemmri tíma. Hún bendir á að lögin eru ekki endilega vandamálið: vandamálið er að skilning skortir á því hversu alvarlegt fyrirbærið er.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email