logo

2021-09-09 | PASG Brussels | Simona Maria Vlădica

Dr. Simona Maria Vlădica er sálfræðingur, sáttamiðlari og lektor við sálfræðideild Háskólans í Búkarest í Rúmeníu. Hún telur mikilvægt að dómarar, saksóknarar og aðrir fagaðilar skilji hvað foreldraútilokun er og hverjar afleiðingar hennar eru, til lengri og skemmri tíma. Hún ákvað því að kenna saksóknurum og dómurum hvernig ætti að takast á við þetta fyrirbæri. Hún byrjaði að skipuleggja ráðstefnur í ólíkum félögum og koma á samstarfi við sérfræðinga. Hún hélt síðan vinnustofu með sérfræðingum þar sem þetta fyrirbæri var rætt út frá sálfræðinni og réttarkerfinu. Fyrirbærið var greint út frá sjónvarhorni þeirra og út frá sjónarhorni hennar sem sálfræðingur.

Dr. Vlădica telur að það ómögulegt að stöðva foreldraútilokun alveg. Hins vegar þurfi að einblína á að stöðva útbreiðslu þessa fyrirbæris. Hún bendir á að lögin eru ekki endilega vandamálið: vandamálið er að skilning skortir á því hversu alvarlegt fyrirbærið er. Dómari sem skilur fyrirbærið er vísari til að finna nógu mörg ákvæði í lögunum til að réttlæta ákvörðun sína. Dr. Vlădica bendir jafnframt á að útilokunarforeldrar geri margt til að virða ekki rétt barnannatil að umgangast hitt foreldrið. Engin skýr útskýring á þessu. Foreldrarnir eru að upplifa þrautir og þjáningu, en barnið þjáist þó mest vegna þess að það hefur ekkert vald og getur ekkert gert.

Hún telur eðlilegt að börn hafi frelsi til að uppgötva og reyna að gera hlutina sjálf. Þegar foreldraútilokun á sér stað missa börnin sjálfstæði sitt og verða háð útilokunarforeldri sínu. Barni sem er kennt að hata mun ekki farnast vel sem fullorðinn einstaklingur, vegna þess að við sem fullorðið fólk þurfum að sýna öðrum samkennd. Dr. Vlădica segir að þess vegna sé mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir afleiðingunum. Við erum að gera margt rétt en verkinu er ekki lokið og enn eru margir dómarar sem skilja ekki fyrirbærið foreldraútilokun.

Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Bruno Humbeeck

Bruno Humbeeck

Í erfiðum skilnaði geta börn orðið óviljandi vitni, sem getur valdið þeim skaða. Núna er æ meira krafa á foreldra um að skipuleggja umgengni eftir skilnað út frá hagsmunum barnsins. Bruno Humbeeck, prófessor í skólasálfræði og rannsóknastjóri við Háskólann í Mons, er sérfræðingur í seiglu og býður ráðgjöf í fjölskyldufræðslu, tengslum milli heimilis og skóla, neyslu, fíkn og aðstoð við félagsleg vandamál.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email