Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skilgreining Vísindagrein Foreldraútilokun Þessi vísindagrein setur mál tengt afsögn barnamálaráðherra í mars 2025 í fræðilegt samhengi við fyrirbærið foreldraútilokun. Fjallað er um áhrif tálmunar, ný sambönd, svart-hvítt mynstur í tengslum barns við foreldra og mótanleika minninga í frumbernsku. Greinin rýnir í þögn og meðvirkni nærsamfélagsins og hvernig slíkt viðhorf getur viðhaldið skaðlegu mynstri. Byggt er á fjölbreyttum rannsóknum sem sýna hvernig ósannar ásakanir og óréttmæt útilokun geta haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Lögð er áhersla á sérþekkingu fagfólks og samfélagslega ábyrgð til að vernda tengsl barna við báða foreldra.
Greingartól á foreldraútilokun Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skilgreining Vísindagrein Foreldraútilokun, Greiningartól Þessi vísindagrein fjallar um þróun og notkun greiningartóla fyrir foreldraútilokun. Greinin leggur áherslu á Fimm þátta líkan William Bernet, Amy Baker og Philip Koszyk sem er byggt á forsendum um höfnun barns á útilokuðu foreldri án réttmætra ástæðna. Greint er frá 17 aðferðum sem útilokunarforeldrar nota og 8 einkennum barna í útilokunarmynstrum. Líkanið aðstoðar fagaðila við aðgreiningu á foreldraútilokun frá fráhverfu vegna ofbeldis eða misnotkunar. Einnig eru nefnd önnur viðurkennd greiningartæki.
Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu: Samantekt úr íslenskum rannsóknum Stefanía Katrín Karlsdóttir Áhrif á börn Vísindagrein Jöfn umgengni, Sameiginleg forsjá, Tengslarof, Umgengnistálmun Þessi vísindagrein fjallar um áhrif skilnaða á börn og mikilvægi þess að þau haldi góðu sambandi við báða foreldra sína. Greinin bendir á að börn sem njóta reglulegrar og órofinnar umgengni við báða foreldra standa betur að vígi félagslega og námslega. Fjallað er um áhrif forsjár á líðan barna og sýnt fram á að sameiginleg forsjá og jöfn búseta séu börnum til hagsbóta. Greint er frá því að íslenskt réttarkerfi þurfi að bæta umgengnisrétt barna við feður og að lög og viðhorf í samfélaginu hafi oft verið móðurmiðuð. Rannsóknirnar leggja áherslu á mikilvægi þess að börn upplifi jafna umgengni við báða foreldra til að hámarka lífsgæði þeirra og velferð.