logo

Greingartól á foreldraútilokun

Lykilorð

Fjöldi vísindalega viðurkenndra greiningartóla um foreldraútilokun hafa verið þróuð á síðustu áratugum. Að minnsta kosti 15 mismunandi vísindalega viðurkennd greiningartæki eru notuð víða um heim, en það virtasta og mest notaða er Fimm þátta líkan William Bernet, Amy Baker og Philip Koszyk. Það byggir á þeim forsendum að barnið hafni samskiptum við útilokaða foreldrið, að áður hafi ástríkt samband verið til staðar, að ekki sé til staðar ofbeldi, mistnotkun eða vanræksla af hálfu útilokaða foreldrisins, að foreldrið noti mörg þeirra 17 aðferða sem útilokunarforeldri nota og að barnið sýni nokkur 8 einkenna barna í útilokunarmynstrum.

Fimm þátta módelið hjálpar fagaðilum að greina á milli foreldraútilokunar og fráhverfu þar sem barn hafnar foreldri vegna réttmætra ástæðna á borð við ofbeldi, vanrækslu eða misnotkun.

Átta einkenni í barni:

 1. Ófrægingarherferð – fortíð, nútíð, framtíð
 2. Veikar og fjarstæðukenndar ástæður fyrir andstöðu gegn útilokaða foreldrinu
 3. Skortur á blönduðum tilfinningum til beggja foreldra – svart/hvítt
 4. Sektarkennd ekki til staðar
 5. Sjálfstæðishugsun barnsins
 6. Lánaðar aðstæður/tilvik
 7. Sjálfvirkur stuðningur við útilokandi foreldrið
 8. Útbreiðsla andúðar til fjölskyldu útilokaða foreldrisins

17 aðferðir foreldris:

 1. Tala illa um hitt foreldrið
 2. Takmarka samskipti
 3. Trufla samskipti
 4. Trufla táknræn samskipti (s.s. myndir, tala um eða sýna jákvæðni til tp)
 5. Ást afturkölluð
 6. Segja barni að útilokaða foreldrið elski það ekki
 7. Neyða barn til að velja á milli
 8. Gefa þá ímynd að útsetta foreldrið sé hættulegt (algengt í fæðingarþunglyndi)
 9. Gera barn að trúnaðarvini
 10. Neyða barn til að hafna útilokaða foreldrinu
 11. Biðja barn um að njósna um hitt foreldrið
 12. Biðja barn að halda leyndarmálum frá útilokaða foreldrinu
 13. Vísa til hins útilokaða foreldrisins með fornafni
 14. Vísa til stjúpforeldris sem „mömmu“ eða „pabba“ og hvetja barnið til að gera það sama
 15. Halda læknisfræðilegum, námslegum og öðrum mikilvægum upplýsingum um barnið frá útilokaða foreldrinu / afmá nafn þess foreldris af þessum og öðrum viðeigandi gögnum
 16. Breyta nafni barns til að fjarlægja tenginguna við hitt foreldrið
 17. Þróa ósjálfstæði – gera barnið hátt sér – þú þarft á mér að halda

Fimm þátta líkanið:

 1. Barnið neitar að eiga samskipti við foreldrið
 2. Áður gott samband á milli þeirra
 3. Misnotkun, vanræksla eða alvarleg vanhæfni foreldris ekki til staðar
 4. Notkun margra 17 hegðunareinkenna foreldrisins
 5. Mörg af 8 einkennum finnast í barninu
 • ALLIR FIMM ÞÆTTIRNIR ÞURFA AÐ VERA TIL STAÐAR

Önnur viðurkennd greiningartæki:

 • Baker’s Strategies questionnaire (Baker and Chambers 2012)
 • Baker alienation questionnaire (BAQ – Baker, Burkhard, Anderson-Kelly 2012)
 • Bricklin perceptual scales – (BPS)
 • Parental Acceptance – Rejection Questionnaire (PARQ) (Bernet, Gregory, Reay & Rohner 2018)
 • Red flag behaviours, Color Coded Calendar and 3 strikes YOU’RE OUT! Program – Kloth-Zanard, Gottlieb, Ludmer, MacWille and Zheng
 • Alienated family relationship scale
 • Bene-Anthony Family Relations Test – Blagg & Godrey 2018
 • Parental Alienating Behaviours Scale – 6 item questionnaire – Braver, Coatsworth & Peralta
 • Hands-Warshack Scale of Alienating Behaviours – adds 14 qestions to PABS (Pa Behaviours Scale)
 • The Minnesota Multiphasic Personality Inventory – 2 – Adds 14 questions to PABS
 • Parental Alienation Scale – Comide, Camargo & Fernandes 2016
 • Rowlands Parental Alienation Scale
 • PAQ – Parental Alienation Questionnaire
Höfundarréttur:
Foreldrajafnrétti
Útgáfudagur:
Apríl
2023
APA
Sigríður Sólan. (n.d.). Greiningartól á foreldraútilokun.
MLA
Sigríður Sólan. Greiningartól á foreldraútilokun.

Deila grein

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email