2023-10-09 | Erindi formanns Foreldrajafnréttis á morgunverðarfundi Velferðarvaktarinnar um hagi umgengnisforeldra
2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra
Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.