logo

Archives: Myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

PASG 2019 – Karen Woodall

Karen Woodall geðlæknir hefur mikla reynslu af að vinna með kynslóðaskipt áföll og foreldraútilokun. Samkvæmt henni hefur fjölskylduaðskilnaður, útilokandi hegðun og klessutengsl slæm og langvarandi áhrif á börn. Þá tileinka börn sér á fullorðinsaldri svipað fjölskyldumynstur og þau alast upp við, sem getur gert þau útsett fyrir að verða sjálf útilokað foreldri.

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

2016-03-05 | TEDxCSU | Jennifer J. Harman | Parental Alienation

TEDx 2016 Jennifer J. Harman on Parental Alienation

Í þessum fyrirlestri ræðir Jennifer J. Harman um foreldraútilokun og áhrif staðalímynda um foreldrahlutverk á þetta vandamál. Hún greinir frá því hvernig foreldrar nota neikvæðar staðalímyndir til að skaða samband barna við hitt foreldrið og hvernig slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og útilokaða foreldra. Harman leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta lögum og stefnum til að takast á við foreldraútilokun og koma í veg fyrir mismunun.