logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

Foreldraútilokun hefur áhrif á börn á öllum aldri og á fjölskyldur út um allan heim. Hún á sér stað í því umhverfi sem myndast eftir skilnað og hefur verið til áratugum saman. Samkvæmt Karen Woodall, geðlækni sem hefur mikla reynslu af kynslóðaskiptum áföllum og foreldraútilokun, hefur árum saman verið tilhneiging til að líta framhjá rödd barna þegar þau tjá sig um hvaða áhrif aðskilnaður fjölskyldu þeirra hefur á þau.

Þau áhrif geta verið slæm og langvarandi og sjást oft ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Þá eiga einstaklingarnir erfitt með sambönd, eru með brotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust eða upplifa sig ekki sem heila og gilda einstaklinga.

Samkvæmt Woodall getur foreldraútilokun og áföll erfst milli kynslóða en börn sem alast upp við útilokandi hegðun og klessutengsl eiga það til að tileinka sér svipað hegðunarmynstur á fullorðinsaldri og eru því útsett fyrir að verða sjálf útilokaðir foreldrar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Karolina Andriakopoulou | Child Abductions

Untitled

Karolina Andriakopoulou, lögfræðingur við fjölskyldurétt í Aþenu, fjallar um alþjóðleg barnsránsmál sem eru tíð í hennar starfi. Hún lýsir flóknum málum þar sem foreldrar frá ólíkum menningarheimum skilja og togast um forsjá barna. Andriakopoulou bendir á að börn sem flutt eru ólöglega til eða frá Grikklandi endurheimtast sjaldan, sem hefur djúpstæð áhrif á þau, þar á meðal áfallastreituröskun. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um réttarkerfið og afleiðingar barnsrána.

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email