logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

Foreldraútilokun hefur áhrif á börn á öllum aldri og á fjölskyldur út um allan heim. Hún á sér stað í því umhverfi sem myndast eftir skilnað og hefur verið til áratugum saman. Samkvæmt Karen Woodall, geðlækni sem hefur mikla reynslu af kynslóðaskiptum áföllum og foreldraútilokun, hefur árum saman verið tilhneiging til að líta framhjá rödd barna þegar þau tjá sig um hvaða áhrif aðskilnaður fjölskyldu þeirra hefur á þau.

Þau áhrif geta verið slæm og langvarandi og sjást oft ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Þá eiga einstaklingarnir erfitt með sambönd, eru með brotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust eða upplifa sig ekki sem heila og gilda einstaklinga.

Samkvæmt Woodall getur foreldraútilokun og áföll erfst milli kynslóða en börn sem alast upp við útilokandi hegðun og klessutengsl eiga það til að tileinka sér svipað hegðunarmynstur á fullorðinsaldri og eru því útsett fyrir að verða sjálf útilokaðir foreldrar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Petra Deeter | An Alienated Child and Parent

Petra Deeter

Petra Deeter, verðlaunaður kvikmyndaleikstjóri og frumkvöðull í félagslegum áhrifum, deilir sinni sársaukafullu sögu um foreldraútilokun í viðtali. Hún var útilokuð frá föður sínum í æsku vegna móður sinnar og síðar sem móðir. Petra skildi að lokum útilokunina sem hún upplifði sem barn og móðir. Hún stofnaði Victim To Hero Institute til að veita menntun og auðlindir til að styrkja þolendur sálræns ofbeldis.

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email