logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Karen Woodall

Foreldraútilokun hefur áhrif á börn á öllum aldri og á fjölskyldur út um allan heim. Hún á sér stað í því umhverfi sem myndast eftir skilnað og hefur verið til áratugum saman. Samkvæmt Karen Woodall, geðlækni sem hefur mikla reynslu af kynslóðaskiptum áföllum og foreldraútilokun, hefur árum saman verið tilhneiging til að líta framhjá rödd barna þegar þau tjá sig um hvaða áhrif aðskilnaður fjölskyldu þeirra hefur á þau.

Þau áhrif geta verið slæm og langvarandi og sjást oft ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Þá eiga einstaklingarnir erfitt með sambönd, eru með brotna sjálfsmynd, lítið sjálfstraust eða upplifa sig ekki sem heila og gilda einstaklinga.

Samkvæmt Woodall getur foreldraútilokun og áföll erfst milli kynslóða en börn sem alast upp við útilokandi hegðun og klessutengsl eiga það til að tileinka sér svipað hegðunarmynstur á fullorðinsaldri og eru því útsett fyrir að verða sjálf útilokaðir foreldrar.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email