logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Nick Woodall

Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, getur barn sem elst upp við foreldraútilokun  upplifað sig knúið til að hafna öðru foreldrinu vegna þrýstings frá hinu en við það er hætta á að barnið kljúfi sjálf sitt og upplifi í kjölfarið heiminn sem svartan og hvítan.

Þá er annað foreldrið holdgervingur alls sem er gott og hitt alls sem er slæmt,  en í raun er barnið að varpa sundruðu sjálfi sínu yfir á foreldrana. Slíkur klofningur getur  verið til staðar fram á fullorðinsár ef barnið fær ekki viðeigandi sálfræðimeðferð, og hefur þá áhrif á sjálfsmynd barna og sambönd þeirra við aðra.

Að mati Woodall þarf því að skoða útilokun sem barnaverndarmál en ekki sem forsjár- eða umgengnismál því í raun sé útilokun ofbeldi gegn börnum miðað við langvarandi afleiðingar þess. Ef ekkert er gert er hætta á að næsta kynslóð erfi áfall barnsins með tilheyrandi neikvæðum áhrifum.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

2023-08-19 | ICSP Athens | Christine Giancarlo | Manifestation of Parental Alienation in the Classroom

Christine Giancarlo

Dr. Christine Giancarlo flutti erindi um „Tengsl foreldraútilokunar við ofbeldi í nánum samböndum“ á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún greindi frá rannsóknum á andlegri og líkamlegri vellíðan barna og foreldra sem upplifa útilokun. Sem beittur mannfræðingur hefur Christine nýtt þverfaglega sérþekkingu til að skoða áhrifin frá 1992.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email