logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila þýðir samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi að fagaðili verður bandamaður útilokunarforeldrisins í ágreiningi þess við útsetta foreldrið í stað þess að hjálpa fjölskyldunni í heild. Slíkt þróast oft út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris á þann hátt að foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá óhæfan fagaðila til að taka sína hlið.

Fagaðilinn tekur upplýsingum útilokunarforeldrisins um slæma hegðun útsetta foreldrisins trúanlega án þess að kanna hvort þau eigi við rök að styðjast og hjálpar því að vinna ágreininginn við útsetta foreldrið hvort sem það er með því að greina barnið með áfallastreituröskun út af hegðun útsetta foreldrisins eða með því að tala fyrir hönd þess fyrir dómstólum. Það er því mjög mikilvægt að fagfólk fái viðeigandi þjálfun í slíkum mynstrum foreldraútilokunar til að koma í veg fyrir að það taki afstöðu í slíkum málum

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Christine Giancarlo | Manifestation of Parental Alienation in the Classroom

Christine Giancarlo

Dr. Christine Giancarlo flutti erindi um „Tengsl foreldraútilokunar við ofbeldi í nánum samböndum“ á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún greindi frá rannsóknum á andlegri og líkamlegri vellíðan barna og foreldra sem upplifa útilokun. Sem beittur mannfræðingur hefur Christine nýtt þverfaglega sérþekkingu til að skoða áhrifin frá 1992.

2016-03-05 | TEDxCSU | Jennifer J. Harman | Parental Alienation

TEDx 2016 Jennifer J. Harman on Parental Alienation

Í þessum fyrirlestri ræðir Jennifer J. Harman um foreldraútilokun og áhrif staðalímynda um foreldrahlutverk á þetta vandamál. Hún greinir frá því hvernig foreldrar nota neikvæðar staðalímyndir til að skaða samband barna við hitt foreldrið og hvernig slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og útilokaða foreldra. Harman leggur áherslu á mikilvægi þess að breyta lögum og stefnum til að takast á við foreldraútilokun og koma í veg fyrir mismunun.

2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra

Untitled

Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email