logo

2023-08-19 | ICSP Athens | Dana Laquidara | An Alienated Daughter’s Memoirs

Dana Laquidara, rithöfundur og fyrirlesari, ræðir nýjustu bók sína, „You Know Who – An Alienated Daughter’s Memoir“, í viðtali. Bókin fjallar um æskuöld Dana, sem byrjaði á skilnaði foreldra hennar og fullkominni útilokun móður hennar úr lífi hennar. Dana, sem varð fyrir áfalli en hrædd við að ögra föður sínum, barðist gegn því að móður hennar var eytt úr minningum hennar, þar til hún endurheimti sambandið.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Christine Giancarlo | Manifestation of Parental Alienation in the Classroom

Christine Giancarlo

Dr. Christine Giancarlo flutti erindi um „Tengsl foreldraútilokunar við ofbeldi í nánum samböndum“ á Alþjóðlegri ráðstefnu um sameiginlega forsjá í Aþenu 2023. Hún greindi frá rannsóknum á andlegri og líkamlegri vellíðan barna og foreldra sem upplifa útilokun. Sem beittur mannfræðingur hefur Christine nýtt þverfaglega sérþekkingu til að skoða áhrifin frá 1992.

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

2021-09-09 | PASG Brussels | Ursula Kodjoe | Parenting Commitment

2021 PASG Brussels [Ursula Kodjoe] Parenting Commitment

Ursula Kodjoe sálfræðingur hefur unnið mikið með fjölskyldum sem eiga í vanda vegna skilnaðardeilna. Hún segir marga foreldra aldrei tala um það sem þeir óska börnum sínum og bendir á að það eru ekki bara börnin sem þurfa að þroskast, heldur foreldrarnir líka. Mikilvægt er að foreldrarnir fái nauðsynlegar upplýsingar um foreldrahlutverkið og séu frædd um þarfir nýfædda barnsins, með áherslu á tengslamyndun og tilfinningalegar þarfir.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email