logo

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Ben Burgess

Með kúgandi hegðun á Ben Burgess sálfræðingur við hegðun sem við fyrstu sýn virðist rökrétt og gagnleg en þegar betur er að gáð hefur þann eina tilgang að rugla og refsa þeim sem fyrir henni verður. Mál tengd foreldraútilokun eru almennt flókin þar sem þau innihalda marga breytilega þætti sem erfitt getur verið að halda utan um en þegar annað foreldrið beitir kúgandi hegðun verða þau enn meira krefjandi.

Kúgandi hegðun getur á einn hátt birst þannig að útilokunarforeldrið nær fagaðila á sitt band og vélar hann til að hjálpa sér við að skerða umgengni útsetta foreldrisins við barnið. Á annan hátt getur hún birst í formi ásakana um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn barninu af hendi útsetta foreldrisins þar sem blásið er upp hátterni sem talið var eðlilegt fyrir deilur foreldranna. Útsetta foreldrið er því alltaf í vörn gegn ásökunum sem tengjast kúgandi hegðun útilokunarforeldrisins.

Viðmælandi:
Ráðstefna/Viðburður:
Framleiðandi:
Efnisflokkur:

Fleiri myndbönd

2021-11-19 | Mannsdagen Oslo | William Fabricius | Shared Parenting

Mannsdagen Oslo | William Fabricius

Rannsóknir William Fabricius urðu til þess að lögum um forsjá barna í Arizona var breytt á þann veg að barn fengi sem mestan tíma með báðum foreldrum með langtíma heilsu þess í huga. Fabricus uppgötvaði að það var sterk fylgni á milli þess tíma sem barn fær með föður sínum og nándar í sambandi þess við föður sinn til lengri tíma. Lögin voru samþykkt samhljóða árið 2013 og hafa reynst vel síðan.

2021-09-09 | PASG Brussels | Hans-Christian Prestien

Hans-Christian Prestien
Hans-Christian Prestien var dómari við fjölskylduréttinn í Bielefeld í Þýskalandi frá árinu 1977 til 1981. Hann vann með tveimur háskólaprófessorum í sálfræði að því að að þróa hugmyndafærði til að takast á við erfiðar fjölskyldudeilur fyrir dómstólum. Hans-Christian kallar eftir lagalegum breytingum í forsjármálum og telur heillavænlegast að skipa þverfaglega fulltrúa til að gæta hagsmuna barna í slíkum málum.

Deila

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email