2021-09-09 | PASG Brussels | Brian O’Sullivan Brian O’Sullivan, viðurkenndur fjölskyldusálmeðferðarfræðingur stýrði einu rannsókninni sem gerð hefur verið á foreldraútilokun á Írlandi og hefur búið til líkan sem miðar að því að leiða útilokuð börn og foreldra saman á ný. Hann telur að þjálfun og menntun fagfólks á sviði félags-, dóms- og geðheilbrigðismála skipti höfuðmáli í útilokunarmálum.
2020-07-01 | Parental Alienation UK | Erin Pizzey Erin Pizzey stofnandi fyrsta athvarfs fyrir þolendur heimilisofbeldis ræðir hér um foreldraútilokun og þær hörmulegu afleiðingar sem slík átök á milli foreldra hafa á börn. Hún leggur áherslu á að setja þarfir barna í forgang og hversu brýnt það er að vernda börn og velferð þeirra með því að takast á við foreldraútilokunarmál, sem hún telur vera orðin það algeng að skilgreina megi þau sem faraldur.
2019-11-17 | TEDxResedaBlvd | Susan Shofer | Parental alienation Sár skilnaður. Forræðisbarátta. Sjö ára stúlka lenti í miðjunni. Dómstólar velta fyrir sér hugtakinu „með bestu hagsmunum barnsins,“ þar sem þeir skipta upp dögum milli foreldra til að eignast þessa litlu stúlku eftir að fjölskyldan brotnar upp. Komdu inn í heim Susan Shofer sem löggiltur skilnaðarráðgjafi sem sérhæfir sig í foreldraútilokun.
2019-10-20 | TEDxBangalore | Arwa Qutbuddin | Unravelling Parental Alienation Arwa Qutbuddin er skáld, náttúruunnandi, sáluleitandi og heimspekingur og er innblásin af styrk mannsandans. Hún er móðir fimm fallegra barna en þurftu að sættast við og byggja upp líf sitt á ný eftir að hafa misst forræði þeirra og þjáðst af foreldraútilokun.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Foreldraútilokun með augum sérfræðinganna Sérfræðingar tala um foreldraútilokun í viðtölum sem tekin voru á alþjóðlegu PASG 2019 ráðstefnunni í Fíladelfíu, Bandaríkjunum, í september 2019. PASG (Parental Alienation Study Group) eru alþjóðleg samtök sérfræðinga sem rannsaka foreldraútilokun og áhrif hennar á börn og foreldra.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | William Bernet Samkvæmt William Bernet, MD, er foreldraútilokun víðfemt vandamál sem bregðast þarf við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þarf að viðurkenna að hún eigi sér stað, þjálfa þarf fagfólk í að bera kennsl á foreldraútilokun svo hægt sé að grípa fyrr inn í og sáttamiðlun þarf að vera í boði fyrir fjölskyldur í kjölfar skilnaðar.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Steven G. Miller Steven G. Miller, MD í sálfræði og læknisfræði, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem kemur að málum tengdum foreldraútilokun búi yfir sérþekkingu á því sviði. Slík mál séu erfið viðureignar þar sem ekki er hægt að nálgast þau út frá innsæi heldur krefjist þau þess sem hann kallar vísindi byggð á sönnunum.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Nick Woodall Samkvæmt Nick Woodall, sálfræðingi með MS í sálaraflfræði, hefur foreldraútilokun langvarandi neikvæð áhrif á börn ef þau fá ekki viðeigandi sálfræðimeðferð. Þá getur sjálf barna klofnað en það hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þeirra, sambönd við aðra og jafnvel á næstu kynslóð ef ekki er tekist á við útilokunina.
2019-09-14 | PASG Philadelphia | Linda J. Gottlieb Linda Gottlieb, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi og löggildur klínískur félagsráðgjafi, fjallar um mikilvægi þess að fagfólk sem starfar við fjölskylduráðgjöf fái þjálfun í að greina birtingarmyndir foreldraútilokunar og þær aðferðir sem útilokunarforeldrar beita. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að grípa fljótt inn í útilokun vegna neikvæðra áhrifa hennar á geðheilsu barna.